Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1947, Page 21

Skátablaðið - 01.08.1947, Page 21
b. í flokksskápnum: 1. Bönd, minnst 6—8 stk. 2. Æfingabindi (flónels eða lérefts) ca. 4—5 stk. 3. Landabréf og áttaviti. 4. Pappír og blýantur. 5. Semaforflögg og morselampi. 6. Litið safn skátabóka og blaða. Þetta er nú alllangur listi, en samt er ég viss um, að eftir nokkra fundi þarf meira, því að oft gleymist eitthvað. En það er góð regla að festa miða innan á skáphurðina, sem á er skrifað allt, sem á að vera þar. Þið spyrjið nú ef til vill, hvar þið eigið að fá þetta allt. Svarið er: „Þið eigið að búa þetta til sjálf. Þetta er ykkar herbergi." Svo koma hérna nokkur atriði, leikir og keppnir, sem þið getið notað. Munið að skátastarfið á að vera eins og leikur. A flalílcsfuníltim. Þið finnið nóg verkefni fyrir flokksfund- ina í hinni nýju bók Hallgríms Sigurðs- sonar, Skátastörf. Byrjunarathöfn. A sveitarftintlum. a. Leikur: Rífa fisk. Fyrst fer fram keppni innan hvers flokks. — Aliir fá miða (úr dagbl.) ca. 10 cm á hvern veg. — Þegar flautað er eiga allir að reyna að rífa út úr miðan- um, svo að það, sem eftir verður, líkist fiski. Tími er ákveðinn ca. 1 mín. — Síðan er dæmt um það hver beztan hefur rifið fiskinn. Þeir sem vinna, keppa svo fyrir flokka sína þannig. „Fiskarnir“ eru allir lagðir á gólfið í beina línu á öðrum enda her- bregisins og hver skáti á svo að blása sínurn fiski yfir að veggnum hinu megin. Sá vinnur, sem er fyrstur. b. Snarrceði. Fáið ykkur band og myndið á það auga eins og myndin sýnir. Tveir skát- ar halda í sinn hvorn enda bandsins. Bolti er hafður á kassa eða borði rétt fyrir framan augað. Leikurinn er í því fólginn að hand- sama boltann áður en skátunum tekst að herða svo að hendinni, að hún verði föst í auganu. Skátinn er úr leik, ef hann kemur við boltann en tekst ekki að ná honum. Skátinn fær einn vinning fyrir að ná boltanum og má hann þá reyna aftur. c. Skemmtiatriði. Kúrekar og Indíánar. Allir geta verið þátttakendur í þess- um leik. Skátunum er skipt í sex flokka, kúreka, Indíána, konur, hesta, byssur, boga og örvar. Einn skátinn segir eftirfarandi sögu: 95 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.