Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1947, Síða 25

Skátablaðið - 01.08.1947, Síða 25
var sæmd merki mótsins úr gulli. Hún dvaldi lengi meðal okkar, litaðist um á svæðinu, heimsótti nokkrar þjóðir. Enn- fremur borðaði hún ís með einni stúlku frá hverri þjóð, þeirri yngstu. Várð því Soffa sú útvalda úr okkar hóp. Síðasti dagur mótsins var dagur útlend- inganna. Komu þá allar þjóðirnar með eitt- hvað til skemmtunar og landkynningar. Við dönsuðum víkivaka. Sigríður Skafta- dóttir skýrði kvæði Jónasar Hallgrímsson- ar „Nú andar suðrið“ og las það síðan á íslenzku. Að lokum sungum við þjóðsöng- inn. Fékk hver þjóð aðeins fimm mínútur. Um kvöldið var mótinu svo slitið og fán- arnir dregnir niður í síðasta sinn. Við gáf- um K. F. U. K. skátasambandinu íslenzka fánann, sem við höfðum flaggað með á mót- inu. Þá gáfum við mótstjóranum, Nelly Buch Larsen, fánastöng og borgarstjóran- um okkar gáfum við gæruskinn. Hafði Stína skrautritáð þakklætisorð okkar á það en Við skrifað nöfn okkar undir. Föstudaginn 1. ágúst var haldið af stað til Kaupmannahafnar með lest kl. 7,55 f. h. Við vöknuðum kl. 5 því eftir var að taka niður tjöldin og ganga frá tjaldsvæðinu. Ferðin gekk vel þar eð aukalest og ferja var fyrir skátastúlkurnar. I Höfn skildu leiðir okkar, íslenzku skátastúlknanna. Við hittumst þó nokkrum sinnum þessa 12 daga, sem við dvöldum þar. Flestar okkar dvöldu hjá dönskum skátasystrum okkar. Tóku þær frábærilega vel á móti okkur. Vonandi fáum við að sjá þær hér á okkar stóra landsmóti næsta sumar að Þingvöll- um. Fáum við þá tækifæri til þess að endur- gjalda þeim, hina miklu gestrisni og alúð, sem þær sýndu okkur. En þær hafa mikinn áhuga fyrir að heimsækja okkur á lands- mótið að sumri. Móh.asa£n ÚMliótsvatmsslkólanS', I ráði er að auka og efla bókasafn skáta- skólans að Úlfljótsvatni nú á næstunni. Verður reynt að safna saman bókum meðal skáta og eru þeir, sem hug hefðu á að gefa bækur til skólans, beðnir um að koma bókapökkunum á skrifstofu B. í. S. Allir þeir, sem komið hafa að Úlfljótsvatni eða hafa dvalið þar vita hve gott og gaman hef- ir verið að grípa til bókar og lesa þegar tími hefir gefist til. En bókasafn skólans er lítið að vöxtum enda lítið aukist hin síðari ár. Nú er hins vegar vaknaður áhugi fyrir því að bæta úr þessu. Er þess að vænta að allir þeir skátar, sem dvalið hafa á Úlfljótsvatni hugsi til skólans, ef þeir hafa í fórum sínum góðar unglingabækur, sem þeir eru vaxnir upp úr eða vildu færa skólanum að gjöf. Ein er hver ein. Safnast þegar saman kemur. Skátar! Athugið þetta og komið bókunum á skrifstofu B. í. S. í skátaheimilinu. SKÁTABLAÐI-D 99

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.