Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1947, Blaðsíða 27

Skátablaðið - 01.08.1947, Blaðsíða 27
ægilega gaman. Upp í hlöðugatið að utan- verðu liggur garnall stigi. En uppi á loftinu höfðum við safnað saman hálmi. Þar liggj- um við oft og látum fara vel um okkur — höfurn jrað svo einstaklega þægilegt. Við skjótumst þangað oft og iðulega eftir skóla- tíma eða seint á kvöldin. En svo var það í gær. Eg var að koma úr skólanum og sá hóp af félögum mínum standa í þyrpingu utan um Jens frá Sogni. En Jens frá Sogni var jafnan frakkastur og örastur þegar um brellur og prakkarastrik var að ræða. Hann var mesti grallarinn af okkur öilum. Ég sá strax á þeim, að þeir voru með eitthvað sérstakt á prjónunum núna. Svo ég stökk af baki, til þess að kynna mér málavöxtu. — Þeir höfðu náð í stóran kassa af cigarettum, og nú áttum við allir að fara upp á hlöðuloft og reykja. En ég þurfti auðvitað að flýta mér heim — kannske var það satt. En aðalástæðan fyrir því að ég vildi ekki vera með þeim, var þetta gamla — hugleysi mitt. Ég óttaðist af- leiðingarnar, ef það kæmist upp að ég hefði reykt. Pabbi og niamma höfðu að sjálfsögðu bannað mér að reykja, sagt að það væri skaðlegt og að það gæti orðið mér dýrt gaman. — Og til þess að félögum mínurn gæfist ekki tírni til að stríða mér — kalla mig bleyðu og öðrum slíkum leið- indanöfnum — laumaðist ég burt og geyst- ist af stað heimleiðis. Þegar ég hafði lokið við að borða, vat ég samt ekki í rónni lengur. Mig langaði að vita hvernig það gengi til þarna í hlöð- inni. Þegar ég nálgaðist hlöðuna og hafði lagt frá mér minn gamla vin, hjólhestinn, heyrði ég allt í einu óm af háværu samtali, ógreinilegu og ruglingslegu. Þetta voru þeir félagar mínir í hlöðunni. í fyrstu hélt ég að þeir væru komnir í hár saman. En svo var ekki. Það var annað og meira, sem var að ske. „Slökktu, slökktu, aulinn,“ kallaði einn. „Hjálp, hjálp, það er kviknað í,“ skrækti annar. „Hlaðan brennur.“ „Það varst þú, sem fleygðir cigarettustubbnum,“ æpti sá þriðji. Og svo hrópuðu þeir hverir í kapp við aðra. „Niður með ykkur.“ „Flýtið ykk- ur.“ „Við brennum inni.“ Og í sarna bili birtust tveir, þrír í hlöðugatinu og hlupu í tryllingslegu ofboði niður stigann. Fleiri kornu á eftir. Kæfandi reykjarsvælan lið- ast upp í kringum |>á. Skyndilega læsti sig snarkandi eldtunga upp um strájrakið. — Hlaðan logaði. — Um stund stóð ég þarna magnjrrota, meðan eldurinn dreifðist óð- fluga um allt þakið. „Þið eruð jró, vænti ég allir komnir nið- ur?“ spurði ég næsturn ósjálfrátt. Félagar nrínir litu náfölir og skelkaðir hverir á aðra. „Jenni litli.“ „Hvar er Jenni litli?“ „Hann hefir víst orðið veikur af reyknum,“ sagði einhver óttablandinn. Svo æptu þeir allir SKATABLAÐIÐ 101

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.