Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1947, Side 29

Skátablaðið - 01.08.1947, Side 29
Rigning og ofsahiti. — Landsmótið ncesta sumar. — Heitið á skáld. — Úlfljótsvatn er dásamlegur staður. — Basl er búskapur. — Kýr og kindur. — Úlfljótsvatn, höfuðból. — Búningarnir enn. — Kvenskát- arnir rjúfa þögnina. — Gott vetrarstarf og fleiri bréf. JÆJA, SYSTKINI GÓÐ! Þá er þetta sumar liðið í allri sinni dýrð. Margir hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum með tíðarfarið, og allt skáta- starfið liefir að sjálfsögðu orðið lítið vegna dutl- unga veðráttunnar. En hvað um það. Aðrir hafa sögu að segja. A ég þar við hina íslenzku Jam- boreefara. Orðið rigning er vst ekki að finna í þeirra dagbókum. Ég býst við, að þeir hafi fengið sig fullsadda á stundum af góða veðrinu a. m. k. meðan þeir dvöldu í Frakklandi. Það fór ekki mikið fyrir þeim drengjunum svona um miðjan daginn, þar sem þeir lágu í forsælu trjánna og svitinn bogaði af bringu og baki. Þá voru menn hljóðir. Hitinn var ægilegur oft á tíðum og það mátti heita að við sæjum ekki rigningardropa fyrr en við lögðum af stað heim frá Englandi nú um daginn. Annars munu Jamboree-fararnir leysa frá sínum skjóðum í jólablaði Skátablaðsins. Er því bezt að hætta þessu rabbi og snúa sér að framtíðinni og þeim verkefnum, sem bíða okkar. NÚ Á AÐ HALDA herlegt mót að Þingvöll- urn við Oxará næsta sumar. Verður mótið sam- eiginlegt fyrir drengi og stúlkur. Er búist við mikilli þátttöku víðs vegar að af landinu. Þá er von á skátum frá útlöndum. Þetta verður því eins konar Jamboree. Má nærri geta hvort marg- an fýsi ekki að sækja þetta mót, sem áreiðanlega verður stærsta og fjölmennasta landsmót, sem haldið hefir verið hér.á landi. Enda er nú þegar vaknaður mikill áhugi fyrir því. Landsmóts- nefndin vinnur af kappi. Hún hefir þegar brugðið sér til þingvalla og valið mótstaðinn. Hygg ég, að sá staður sé vel valinn. Nefndar- SKATABLAÐIÐ innar býður mikið og erfitt starf. Þess vegna væri æskilegt að sem flestir skátar komi með til- lögur og bendingar varðandi landsmótið. Eng- inn getur látið sér í léttu rúmi liggja hvernig þetta mót fer úr hendi. Allir verða að leggja hönd á plóginn. Þá fer allt vel. Leggið hönd undir kinn, hugsið og skrifið niður. Skátablað- inu er mjög kærkomið að koma á framfæri áhugaefnum vkkar í sambandi við jretta mikla og merkilega mót. EITT VANTAR OKKUR. Ja, það verður víst margt sem okkur vantar. En ég á við nýja mótssöngva. Okkur vantar fallega og góða skáta- söngva til þess að syngja þessa daga. Ljóð og lög. Söngurinn, hann er vort mál. Hér með er heitið á öll ljóð- og tónskáld skátahreyfingar- innar að yrkja nú söngva fyrir skátaæskuna. Nóg eru yrkisefnin. Ævintýri skátalífsins, hinn forn- frægi og sérkennilegi sögustaður, Þingvellir og margt fleira. Fyrirkomulag mótsins og framkvæmd fáið þið að vita svo fljótt sem auðið er. Einu ætla ég að skjóta að ykkur enn. Farið að hugsa um hliðin ykkar. Hfiðin vekja hvarvetna mikla athygfí og skátar gera miklar kröfur til þeirra. Þau eru skoðuð í krók og kring og metin. Leggist nú undir feld og hugsið um þetta allt saman. Ég verð á hnotskógum eftir fregnum af undirbún- ingi mótsins og læt ykkur heyra hvað gengur. Má ekki eyða meiru rúmi núna. Hittumst heil að Þingvöllum ncesta sumar. HAFIÐ ÞIÐ ANNARS gert ykkur ljóst hve fallegt og dásamlegt er austur að Úlfljótsvatni. 103 L

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.