Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1947, Side 31

Skátablaðið - 01.08.1947, Side 31
með fjárheldri girðingu og ætti þá ekki að vera til fyrirstöðu að hafa kindur á jörðinni, en það álít ég nauðsynlegt hverjum þeim bónda, sem ekki lætur sér á sama standa hvernig allt veltur. Einnig væri athugandi hvort ekki væri hægt að koma upp hænsnum. Nóg væri hægt að fá af mat frá skólunum handa þeim, a. m. k. um sumartímann. Væri sá matur eða matarleifar betur komnar í hænsnadallana en í sorpgryfj- unni. MÍN SKOÐUN ER SÚ, að Úlfljótsvatn sé allt of góð jörð til þess að vera rekin með stór- tapi ár frá ári. Að Úlfljótsvatni þarf að koma atorkusamur bóndi, sem hugsar á þessa leið: ,,Því betur sem ég ber á túnin, því meiri mun uppskeran verð i. Þeim mun meira, sem ég gef skepnunum, því betur sem ég bý að þeim á allan hátt, þeim mun meiri verður afrakstur- inn.“ Þannig hugsandi maður gæti gert okkar kæra Úlfljótsvatn að höfuðbóli.“ Púlli Jamboreefari tekur til máls: STUTTU ÁÐUR EN Jamboreefararnir lögðu upp, komu í skátabúðina í Reykjavík, nýir skátabúningar. Ekki verður hægt að segja, að vel hafi tekist með snið eða efni í þessa bún- inga. En látum nú efnið vera í bili. Betra var víst ekki hægt að fá að sögn. Þó hefi ég heyrt um efni sem muni vera hægt að fá í Gefjun á Akureyri og veit ég ekki til þess að það hafi verið athugað. En sniðið. Það hefði þó átt að geta verið betra. Úr því að á annað borð var far- ið að breyta sniðinu hefði verið æskilegt að taka til greina galla eins og þann, að buxurnar eru allt of síðar og víðar. Skátar eiga að ganga í stuttbuxum en ekki kvartbuxum. UNGfR MENN OG DRENGfR þola vel að ganga í aðskornum fötum. Það sáum við Jamboreefarar. Á Jamboree voru Grikkir og Lettar í aðskornum skátabúningum og báru af í klæðaburði. Við skulum nú athuga snið, sem hæfði okkur og reyna að komast hjá pokabuxna- búningum. Á nýju búningunum fer blússan vel í hálsinn en víddin er of mikil og ég held, að lekinn í bakinu frá axlarstykkinu sé ekki til prýði. I þessu sambandi vildi ég benda á blússu, sem væri ekki víðari en venjuleg skyrta og spennt saman um mittið með vestisspennum. Gengur þá blússan ekki ofan í buxurnar. Þar af leiðandi geta buxurnar einnig verið aðskornar. Aðskornar, stuttar og fara vel. Þannig voru þeir búningar, sem okkur þótti fara bezt úti á Jamboree. HÖFUÐFÖTIN hafa alltaf verið Þrándur í Götu. Og síðasta gerð af bátunum verða áreið- anlega þeirra jarðarför, ef ekki verða gerðar víðtækar ráðstafanir. Sniðinu er alltaf um kennt enda er það rétt. En athugum hina norsku skátabáta. Ég hygg, að þeir séu góðir. Ég er að hugsa um að minnast ekki á fleira í bili. Tilgangurinn með þessum línum er að- eins sá, að vekja ykkur drengir til umhugsun- ar um þetta mikla vandamál okkar. Ég er sann- færður um, að þetta er aðeins ódugnaður úr okkur sjálfum. Við höfum ljóst dæmi þar sem kvenskátarnir eru. Þeir hafa komið upp ágæt- isbúningum. Lærum af þeim. Verum nú sam- taka drengir. Komum búningunum í lag. Skrif- ið til þáttarins „Við tjaldskörina" og bendið á leiðir til úrlausnar þessu vandamáli." KVENSKÁTI Á ESKIFIRÐI skrifar: Ég er nýbúinn að fá Skátablaðið. Þar stendur í þættinum „Við tjaldskörina“ að kvenskát- arnir láti ekkert frá sér heyra, eða séu meðal annara orða í „málhvíld.“ Ég sé mér þann kost vænstan að hrekja þennan orðróm. Ég er ákaf- lega ánægð með Skátablaðið yfirleitt. Frágang- ur er prýðilegur og efni fjölbreytt. Þó finnst mér of lítið af fréttum utan af landi. Skátar út á landi ættu ekki að vera eftirbátar Reykja- víkur og Hafnarfjarðarskáta um að nota sér þáttinn „Við tjaldskörina" og senda blaðinu smáferðasögur. Að öllu slíku er gaman. Að lok- um óska ég öllum skátum, ánægjulegs og góðs vetrarstarfs. iSkátar! Sendið Skdtablaðinu greinar, sögur, Ijóð og myndir frá skátastarfinu. SKATABLAÐIÐ 105

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.