Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 7

Skátablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 7
þetta hefði maður ekki gert í dag. Jæja, samt óx þetta og dafnaði, — en það er önn- ur saga. Stofndagur félagsins okkar varð 2. júní 1929, og annað nafn en „Valkyrjur", fannst mér ekki geta komið til greina. Stofnend- ur voru 10, en við erum aðeins eftir tvær, Sigga Lárusar og ég. Og ég sem nærri því hafði neitað Siggu um inngöngu af því að hún var ekki orðin 12 ára!! Við lærðum af kappi í heilan mánuð, og ég útskýrði eftir beztu getu. Þegar við þóttumst kunna þetta nógu vel, fengum við þáverandi foringja drengjaskátanna, Kristján Dýrfjörð til þess að prófa okkur. Það var 6. júlí, því 7. júlí skyldum við leggja af stað í fyrstu útileg- una ásamt drengjaskátunum, og var ferð- inni heitið í Vaglaskóg. Við mættum á til- settum tíma um kvöldið þann 6. Það var ekki trútt um, að við værum með tauga- spennu. Þetta var mikil stund. Það kom auðvitað á mig að ganga fyrst upp að „próf- borðinu". Ég kunni utanbókar allt það, sem stóð í stílabókinni, svaraði spurningum og gaf þær skýringar, sem mér fundust senni- legar. Þá spurði Dýrfjörð: „Hver stoínaði skátahreyfinguna?“ Ég starði á hann, — það stóð ekki í stílabókinni. Satt að segja, fannst mér það ekki skipta neinu máli. Skáta- heitið, lögin og allt því tilheyrandi var að mínum dómi nánari útskýring á kristin- dómnum og hvatning til þess að notfæra sér það í daglegu lífi. Þá skoðun hef ég enn- þá. „Veiztu ekkert um Baden-Powell?“ spurði þá Dýrfjörð. „Nei,“ sagði ég — „ég hef aldrei heyrt hann nefndan — en felldu ekki hinar stúlkurnar, þó þær viti þetta ekki. Ég hef kennt þeim, og ber ein ábyrgð á þessu.“ „Nú þykir mér vandast málið,“ sagði hann. „Já, ekki er það efnilegt, en mér dettur nokkuð í hug. Kenndu mér þetta snöggvast, svo fer ég framfyrir og kenni hinum stúlk- unum, svo prófar þú, og við verðum búnar einhverntíma undir morgun.“ „Jæja,“ sagði hann og hló við. „Heldurðu, að það sé nóg?“ „Ég hélt það nú. Þetta gæti ekki skipt svo rniklu máli, það væri sama hvað- an gott kæmi, aðalatriðið væri, að skáta- heitið og lögin hefðu orðið til, og margir vildu læra þau og reyna að lifa eltir þeirn. Ég fór síðan fram og „kenndi" liinum um Baden-Powell, og áminnti þær um að „gata“ nú ekki á þessu. Endirinn varð sá, að allar lukum við nýliðaprófi, og allar „vissu“ þær eitthvað um Baden-Powell — nema ég. í mörg ár fannst mér þetta hrein- asta hneyksli. Á eftir áttum við að vinna skátaheitið. Ég man ekkert frá þessari at- höfn, annað en það, að ég gekk fyrst fram, lagði vinstri hendina ofan á krossinn í ís- lenzka iananum, sem lá á borðinu, gerði skátakveðju með hægri hendinni, og hafði yfir skátaheitið. Ennþá finnst mér ég geta fundið til þeirra áhrifa, sem ég varð fyrir. Ég vann heitið upp á lífstíð, — það var engin augnablikshrifning. Ég held, að ég hafi lítið sagt við stúlkurnar á eftir, ég man aðeins það, að ég fór ein út á flóðgarð, settist þar og starði út á sjóinn og á fjöll- in í kring. Sólin var kornin upp, það blakti ekki hár á höfði, ekkert hljóð heyrðist. Þetta var um hánótt, eins og hún getur fegurst orðið á Norðurlandi. Ég var orðin skáti — ekkert annað komst að í huga mín- um. Ég hét því með sjálfri mér, að ég skyldi reyna eins vel og ég gæti, og ég skyldi bæta fyrir vankunnáttuna um stofn- anda hreyfingarinnar. Þetta er fyrsta skáta- minningin mín — fastmeitluð í huga mín- um. Þegar ég hef orðið þreytt á skátastarfinu og öllum þeim fjölda mörgu skátum, sem ég hef haft afskipti af um dagana, þarf ég ekki annað en láta hugann reika og minn- ast þessa atburðar. Þá sé ég alltaf betur og SKATABLAÐID 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.