Skátablaðið - 01.07.1962, Side 10
súpurnar heima. — Svolítið salt, og svo
hvolfa öllu úr dósunum. Ennþá var þetta
eins og þykkur vellingur.
Nú heyrðist fótatak. Gestirnir voru að
koma. „Flýtið ykkur að afhýða kartöflurn-
ar.“ Þetta hlaut að blessast. Það var nóg til
af buffi. „Við þurfum enga súpu,“ sögðu
stelpurnar. „Fínt. þá dugar hún. Það má
vera lítið á diskunum, það er fínna.“ Svo
var boðið til borðs og súpan borin inn.
„Eigum við að éta sósuna fyrst?“ gall við í
einum stráknum. „Ertu vitlaus? Þetta er
aspargus-súpa.“ — „Ja, hérna. Þetta er engu
líkt nema hveitikiístri.“ — „Látið þið ekki
svona, þið fáið flott nautabuff,“ sagði ein
stúlkan. „Og það er engin kássa," bætti
önnur við.
Svo var buffið borið inn. Dýrfjörð var
sá fyrsti, sem sagði eitthvað: „Þetta er nú
bara Ijómandi gott og seigt buff.“ „Ég hef
ekki tennur til að tyggja þetta — ég klára
ekki þennan bita í dag,“ sagði annar. —
„Eru þetta gömlu skórnir ykkar?“ spurði
sá þriðji. Atliugasemdirnar fóru að verða
ískyggilega margar. Skyldi ég hafa átt að
sjóða bufíið? Ég tók það nefnilega ekki með
í reikninginn, að kýrkjöt er mun seigara
en kjöt af ungkálfi, að ég nú ekki tali um
lambakjöt.
Það voru anzi miklar leifar, þegar við
bárurn fram af borðinu. Ég rak tána í eitt-
hvað, sem hafði verið sett undir eldavélina.
Laukurinn! Honum höfðum við gleymt.
O, jæja, enginn hafði orðið þess var. Og
þarna lágu öll beinin. Óttalegur grunur
læddist inn. Skyldi það ekki hafa verið
soðið af beinunum, sem við áttum að hafa
í súpuna? Æ-i, hver hafði tíma til þess að
dvelja við slíkar hugleiðingar á svona al-
varlegri stundu? Við björguðum málinu við
á sama hátt og drengirnir: við bjuggum til
gott kaffi og höfðum rjóma út í.
Kirkjuklukkurnar tóku að hringja. Deil-
urnar jöfnuðust á ótrúlega stuttum tíma,
og hópurinn flýtti sér af stað til kirkju. Ég
hef oft hugsað um það síðan, að betur færi,
að þeir, sem stjórna málum landa og þjóða,
gætu sætzt eins innilega og æskufólkið;
gleymt öllum erjum og leyst vandamálin
með því að fara í kirkju.
í NOREGI
Á hernámsárunum dvaldi ég og fjölskylda
mín í Noregi. Við fórum þangað 1939 og
hugðumst dvelja þar í tvö ár, en svo kom
stríðið, og árin urðu sjö.
Nóttina, sem Noregur var hernuminn,
dreymdi mig, að íbúðin mín var allt í einu
orðin þéttskipuð skátastúlkum frá Siglu-
firði. Þær réttu hendurnar í áttina til mín
og kölluðu: „Komdu heim“. Við það vakn-
aði ég, og fór að hugleiða hvað þetta myndi
nú boða. I morgunútvarpinu komu fréttirn-
ar um það, að Noregur væri hernuminn af
Þjóðverjum. Nokkru seinna um morgun-
inn hlustuðum við á þegar útvarpsstöðin
var tekin. Nýr þulur tilkynnti, að útvarpið
væri á valdi nazista. Sjö árum seinna frétti
ég, að það hefði átt að halda foreldrafund
hjá siglfirzku skátunum þennan dag, en
honum hafði verið aflýst sökum hernámsins
í Noregi.
Ég stofnaði tvisvar skátafélag, þar sem
ég átti heima. Hið fyrra var eins og önnur
skátafélög lagt niður að boði nazista. Ég,
eins og aðrir skátaforingjar varð að mæta
fyrir rétti, skrifa undir yfirlýsingu um það,
að ég lofaði að halda ekki skátafundi. Ef
út af væri brugðið, mátti ég búast við refs-
ingu samkvæmt þessari og þessari „laga“-
grein. Ég faldi búninginn minn uppi á háa-
lofti, skátamerkið í kassa niðri í skúffu inni
í skáp.
Svo var tekið til óspilltra málanna, en
aldrei minnzt á „skáta“, en eitthvað voru
samt fundirnir líkir skátafundum. Við köll-
36
SKATABLAÐIÐ