Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1962, Side 14

Skátablaðið - 01.07.1962, Side 14
máð í henni. Flokksfundir voru haldnir á kvöldin heima hjá flokksforingjunum, eða þá úti einnig á kvöldin eða fyrri part dags ef um frídaga var að ræða úr skólum. Fund- ir voru mjög reglulega í hverri viku, en aukafundir oft. Stundum komu þó ekki nema fáir á æfingar, en venjulega var það af því að veður hamlaði. Félags eða sveit- arfundir voru haldnir á sunnudögum, venjulega kl. 10, og var Jtá stundum farið í hópferðir gangandi eða tvisvar á bát. Á flokksæfingum æfðum við eftir Scout- ing for Boys og The Scout, sem alltaf birti meir og minna af leiðbeiningum um hvern- ig ætti að haga flokksstarfinu. Flokkarnir voru mjög sjálfstæðir og sveitarforingjarn- ir skiptu sér lítið af starfseminni í flokkun- um. Við höfðum ensk próf og sérprófs- merki, en aðeins fá voru tekin. Við tókum prófin afar hátíðlega og allt of þung. Læknaskólanemendur kenndu hjálp í við- lögum. Ég tók 2. fl. próf 24. ágúst 1913 og einnig þeir Östlundsbræður. 1. flokkspróf tók mér vitanlega aldrei neinn. Yfirleitt fórum við allt of bókstaflega eftir þeim leiðbeiningum, sem gefnar voru í Scouting for Boys og The Scout, sem auðvitað staf- aði af Jtví að við höfðum ekki það vit á )anskir skátar leggja upp i ferðalag austur sveitir 11. águst 1913. 1 fararbroddi ríður rektor Hartvig Möller frá Hellerup. 2. fl. (1. sveitar) S.F.R. á Kópavogshálsi 1 f9 1913. málunum, sem æskilegt hefði verið. Síðast vorum við Axel Andrésson orðnir sveitar- foringjar, en vorum vitanlega allt of ung- ir og óreyndir og smásmugulegir. Það var megingalli á félaginu frá byrjun, að við höfðum engan bakhjall, eða íoreldraráð, heldur var Jtetta tómur unglinga- og barna- félagsskapur. Á öllum æfingum mættum við í bún- ingi, og var búningsskoðun einn fastur lið- ur. Við gengum í stuttbuxum með ber hné, hvernig sem veður viðraði, þrátt fyrir ráð- leggingar foreldra og iðuleg lineykslunarorð frá öðru fólki. Var þetta eins og hver önn- ur vitleysa hjá okkur, við héldum að út af búningnum mætti ekki breyta. Var okkur oft ískalt. En í einhverri grein, að mig minnir í Vísi, var í öðru sambandi talað um „að skjálfa eins og skáti með ber hné“ og mun Jretta vera upphaf Jaess, að breytt var búning, þó ekki yrði Jtað fyrr en löngu síðar. Ég virðist hafa verið í janúar á 8 fund- urn, í febrúar á 5, í marz 6, apríl 10, maí 12, júní 11, júlí 11, ágúst 19, sept. 9, októ- ber 9, nóvember 5, desember 15. Gefur þetta nokkra hugmynd um störf okkar. Sunnudaginn 26. janúar 1913 fóru 3 flokkar gangandi til Hafnarfjarðar. 4. febrúar var „meiri snjór en komið hefur á Jaessari öld. 40 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.