Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1962, Síða 26

Skátablaðið - 01.07.1962, Síða 26
Ur Skáfanum" ## rið 1914 hóf Skátaiélag Reykja- víkur (eldra) útgáfu á blaði, sem nefndist „Skátinn, mál- , gagn íslenzkra skáta“, og ‘munu hafa komið út af því nokkur hefti. Þetta var prentað blað, átta síður að stærð í Skírnisbroti, og furðulega vandað að efni og frágangi. Það mun hafa komið ut því sem næst mánaðarlega og kostaði „í Reykjavík 50 aura árgangurinn, úti um land 90 aura“. Útgáfan hefur ekki verið neitt smáfyrirtæki, og má meðal ann- ars ráða það af eftirfarandi auglýsingu, sem birtist í 2. hefti blaðsins: „Afgreiðsla Skát- ans er í Hafnarstræti 20 (þar sem afgreiðsla Vísis var). Opin kl. 4i/2—6 síðd.“ Af efni þessa fyrsta íslenzka skátablaðs má nefna greinar um Skátafélag Reykjavíkur og eðli skátahreyíingarinnar, verðlaunaþrautir, leiðbeiningar um hjálp í viðlögum, grein um frímerkjasöfnun, spennandi framhalds- sögu o. m. fl. í fyrsta tölublaði Skátans birtist m. a. fyrsta útgáfan af skátalögunum ásamt nokkrum almennum upplýsingum um fé- lagsstarfið. Þar sem þær línur gefa margar og fróðlegar upplýsingar um það, hvernig þessir fyrstu íslenzku skátar litu á starfsemi sína, þykir rétt að Skátablaðið varðveiti þær, enda eru þær um margt girnilegar til fróðleiks. Fer því hér á eftir grein, sem birtist undir fyrirsögninni „Skátafélag Reykjavíkur" í 1. tbl. 1. árg. af Skátanum í janúar 1914 (prentvillur leiðréttar og staf- setning færð í nútímahorf): „Skátafélag Reykjavíkur er stofnað 2. nóvember 1912 með 30 meðlimum. Aðal- yfirmaður þess er Sigurjón Pétursson. Fé- lagið er grein af „The Boy-Scouts World Wide Brotherhood“, sem stofnað er í Lond- on í júlí 1907 af Lieut. Gen. Sir Robert Baclen-Powell, K.V.B. Sömu reglur gilda fyrir meðlimi S.F.R. sem aðra meðlimi skátasambandsins. Þær eru þessar: 1. Orð skáta eru áreiðanleg. Þess vegna má hann ekki vanrækja að inna þau störf af hendi, sem hann hefur lagt við dreng- skap sinn, né vinna þau í flaustri. Ef skátaforingi (flokksforingi, sveitarfor- ingi o. s. frv.) segir við skáta: „Þú leggur við drengskap þinn, að þetta verði gert“, þá á skátinn að leitast við af iremsta megni að framkvæma skipunina svo vel sem hægt er, án þess að láta nokkuð aftra sér frá því. Ef skáti vanvirðir sig með því að ljúga eða framkvæmir ekki til hlítar skipun þá, er hann hefur fengið að viðlögðum æru- missi, er honum vikið úr flokknum, missir skátamerki sitt og fær ekki inntöku aftur. 2. Skáti er trúr við konung sinn, foreldra sína og yfirmenn. Hann veitir þeim fylgi í blíðu og stríðu, á móti óvinum þeirra og þeim, er dirfast að tala illa um þá. 3. Það er ein af aðalskyldum skátans að gagna og hjálpa öðrum. Hann metur skyldu sína mest af öllu og hirðir ekki um, þótt hann verði fyrir þá sök af skemmtunum eða hagsmunum, jafnvel þótt líf hans liggi við. 52 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.