Skátablaðið - 01.07.1962, Qupperneq 29
Nýtt nýlíðapróf!
Jþau merkistíðindi hefur Skátablaðið nú
að færa lesendum sínum, að stjórn
B.Í.S. hefur fyrir skömmu samþykkt nýja
gerð af Nýliðaprófinu, sem nú hefur tekið
gildi í stað hinnar eldri. Eins og greint var
frá í síðasta blaði hefur staðið yfir endur-
skoðun á hinum almennu skátaprófum, og
er þetta próf fyrsti árgangur þeirrar endur-
skoðunar, en við hinum má búast fljótlega.
Ný útgáfa af Nýliðaprófsbókinni, sem
samræmd verði hinu nýja prófi, er í undir-
búningi, og þess má geta, að bókin Nýliða-
flokkurinn, sem getið er annars staðar hér
í blaðinu, er sniðin eftir þvi. Eins og sjá
má miða þær breytingar, sem gerðar hafa
verið á prófinu, allar að því að færa skáta-
starfið meira út undir bert loft og gera það
á ýmsan hátt raunhæfara en ella, og má
vænta þess, að skátar taki þessum breyting-
um almennt vel og að þær geti orkað hvetj-
andi og örvandi á skátastarfið sem heild.
Fer hér á eftir hið nýja Nýliðapróí:
NÝLIÐAPRÓFIÐ
Áður en nýliðinn vinnur skátaheitið,
þarf hann að kynnast helztu atriðum úr ævi
Baden-Powells.
Auk þess þarf hann að sýna viðunandi
kunnáttu í eftirfarandi:
1. Kunna og skilja skátalögin, skátaheit-
ið og kjörorð skáta.
2. Kunna skátakveðjurnar og vita, hve-
nær á að nota hverja þeirra.
3. a) Geta dregið íslenzka fánann að hún
og tekið hann niður aftur á rétt-
an hátt.
b) Þekkja sögu fánans og geta teikn-
að hann.
c) Kunna skil á íslenzka skjaldarmerk-
inu og þekkja sögu landvættanna.
d) Kunna þjóðsönginn.
4. Geta hnýtt eftirtalda hnúta: lykkju-
hnút, hestahnút (fríhendis og utan um
staur), öfugt hálfbragð, flaggahnút,
réttan hnút og einfalt pelastikk og vita
til hvers þeir eru notaðir.
5. a) Leggja 200 m langa slóð, þar sem
koma fyrir algengustu leynimerki
skáta og rekja hana síðan sjálfur.
b) Muna 12 hluti af 16 eftir að hafa
horft á þá í 30 sek.
6. a) Kunna almennar heilbrigðisreglur.
b) Geta hreinsað og búið um smá-
skeinur.
7. a) Kunna að raða í bakpoka fyrir helg-
arferð.
b) Kunna að þvo upp og hafa gert það
að minnsta kosti sex sinnum.
c) Geta saumað tölu á flík.
8. a) Hafa starfað sem nýliði í minnst
þrjá mánuði.
b) Hafa mætt á minnst 10 íundum,
þar af minnst tveim úti.
c) Hafa sýnt góða framkomu á tíma-
bilinu.
Þegar nýliðinn hefur lokið nýliðapróf-
inu, er komið að þeim mikilvæga áfanga á
skátabraut hans að vinna skátaheitið og
ganga inn í skátasveitina.
SKATABLAÐIÐ
55