Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1962, Qupperneq 29

Skátablaðið - 01.07.1962, Qupperneq 29
Nýtt nýlíðapróf! Jþau merkistíðindi hefur Skátablaðið nú að færa lesendum sínum, að stjórn B.Í.S. hefur fyrir skömmu samþykkt nýja gerð af Nýliðaprófinu, sem nú hefur tekið gildi í stað hinnar eldri. Eins og greint var frá í síðasta blaði hefur staðið yfir endur- skoðun á hinum almennu skátaprófum, og er þetta próf fyrsti árgangur þeirrar endur- skoðunar, en við hinum má búast fljótlega. Ný útgáfa af Nýliðaprófsbókinni, sem samræmd verði hinu nýja prófi, er í undir- búningi, og þess má geta, að bókin Nýliða- flokkurinn, sem getið er annars staðar hér í blaðinu, er sniðin eftir þvi. Eins og sjá má miða þær breytingar, sem gerðar hafa verið á prófinu, allar að því að færa skáta- starfið meira út undir bert loft og gera það á ýmsan hátt raunhæfara en ella, og má vænta þess, að skátar taki þessum breyting- um almennt vel og að þær geti orkað hvetj- andi og örvandi á skátastarfið sem heild. Fer hér á eftir hið nýja Nýliðapróí: NÝLIÐAPRÓFIÐ Áður en nýliðinn vinnur skátaheitið, þarf hann að kynnast helztu atriðum úr ævi Baden-Powells. Auk þess þarf hann að sýna viðunandi kunnáttu í eftirfarandi: 1. Kunna og skilja skátalögin, skátaheit- ið og kjörorð skáta. 2. Kunna skátakveðjurnar og vita, hve- nær á að nota hverja þeirra. 3. a) Geta dregið íslenzka fánann að hún og tekið hann niður aftur á rétt- an hátt. b) Þekkja sögu fánans og geta teikn- að hann. c) Kunna skil á íslenzka skjaldarmerk- inu og þekkja sögu landvættanna. d) Kunna þjóðsönginn. 4. Geta hnýtt eftirtalda hnúta: lykkju- hnút, hestahnút (fríhendis og utan um staur), öfugt hálfbragð, flaggahnút, réttan hnút og einfalt pelastikk og vita til hvers þeir eru notaðir. 5. a) Leggja 200 m langa slóð, þar sem koma fyrir algengustu leynimerki skáta og rekja hana síðan sjálfur. b) Muna 12 hluti af 16 eftir að hafa horft á þá í 30 sek. 6. a) Kunna almennar heilbrigðisreglur. b) Geta hreinsað og búið um smá- skeinur. 7. a) Kunna að raða í bakpoka fyrir helg- arferð. b) Kunna að þvo upp og hafa gert það að minnsta kosti sex sinnum. c) Geta saumað tölu á flík. 8. a) Hafa starfað sem nýliði í minnst þrjá mánuði. b) Hafa mætt á minnst 10 íundum, þar af minnst tveim úti. c) Hafa sýnt góða framkomu á tíma- bilinu. Þegar nýliðinn hefur lokið nýliðapróf- inu, er komið að þeim mikilvæga áfanga á skátabraut hans að vinna skátaheitið og ganga inn í skátasveitina. SKATABLAÐIÐ 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.