Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 33

Skátablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 33
og óaflátanlega á myndina af snjókarlinum og hóf síðan frásögn- ina. Saga hans hljómaði eitthvað á þessa leið: „Vitru mennirnir í deildinni, sem sagt var, að yfirgæfu ógjarnan arininn sinn, ef kuldinn fyrir utan tvöföldu gluggana þeirra færi niður fyrir írostmark, höfðu ákveðið á leynilegum fundi að efna til keppni milli sveitanna í deildinni úti í Héraskógi einhvern tíma, þegar nægilega mikill snjór væri kominn. Ákvörðunin var tekin um miðjan febrúar, og þess var getið til, að einmitt þessi tiltölulega seini tími, þegar líkurnar til þess, að snjóaði reglulega mikið, voru hverfandi litlar, hefðu dregið svo úr hræðslu vitru mannanna við þetta voðalega fyrirtæki, að þeir hefðu þorað að taka þessa ákvörð- un. Á þessum tímum var skátastarfið nefnilega álitið vera sumar- íþrótt, og það var fullyrt, þótt leynt færi, að foringjajakki deildar- foringjans héngi óhreyfður inni í skáp frá því um miðjan september til vors. Nú, en svo fór nú þó, að blíðviðrið, sem hafði varað óaflát- anlega síðan um jól, yfirgaf okkur skyndilega án þess að nokkur hefði haft minnsta grun um það fyrirfram, og var leyst af hólmi af nístandi bitrum kulda. Deildarráðsmennirnir gutu augunum skelf- ingu lostnir til hinna þungbúnu og drungalegu skýja, sem urðu þétt- ari og stærri með hverjum deginum, sem leið, og örvæntingin var eins og máluð á andlit þeirra, þegar það fór að snjóa óskaplega mikið í fyrstu vikunni í marz. Ég held, að þá hafi mest langað til að hætta við þetta allt saman. Frá öllum landshlutum voru í sífellu að berast fregnir um að snjór- inn hefði grafið samgönguleiðir og jafnvel heil þorp í kaf, og sú saga gekk manna á milli, að einhvers staðar fyrir vestan hefði snjóað svo mikið, að snjórinn, sem lenti á sjónum, hefði hreinlega ekki haft tíma til að bráðna, heldur hefði safnazt þar þykkt snjólag, sem ekki hefði verið horfið fyrr en nokkrum dögum seinna. Ég sel þessa sögu þó ekki dýrar en ég keypti hana, en í stuttu máli sagt, þá fengu allar sveitirnar í deildinni skipun um að mæta úti í Héraskógi klukk- an átta á sunnudagsmorguninn. Hinar fimm sveitir áttu nú að taka þátt í „norðurheimskautsleið- angrinum mikla“, sem eftir nokkra klukkutíma átti að enda í „kapp- hlaupinu um norðurpólinn", þar sem um það var að ræða að finna „þjóðfánann" og komast með hann á pólinn, þar sem átti að draga hann að húni. Því miður var mætingin aíleit, því að Bufflarnir voru eini flokkurinn, sem engan vantaði í, og þess vegna varð sveitarfor- ingjanum okkar ljóst, að ef við áttum að hafa nokkra minnstu mögu- leika á að sigra, þá varð að gefa Bufflunum frjálsar hendur. Það var þess vegna ákveðið að skipa sveitinni í tvo hópa, og átti aðalliðið, 15 menn, að verja aðalstöðvarnar fyrir óvinunum, en Bufflunum voru falin önnur verkefni. SKATABLAÐIÐ 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.