Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1962, Qupperneq 36

Skátablaðið - 01.07.1962, Qupperneq 36
það mjög ánægður, en að vísu töluvert loppinn Óli nýliði, sem af- henti okkur fjöldamargar og ómetanlegar upplýsingar, sem ásamt því, sem okkur hafði áskotnast í ferð okkar, veitti okkur eins gott efni og frekast mátti hugsa sér til að vinna úr. Við vorum þannig komnir með allmörg aukastig fram yfir keppi- nauta okkar, þegar síðari hluti keppninnar hófst, sem eins og áður var sagt var í því fólginn að komast á norðurpólinn og draga þar fána að húni. Vegna nokkurra sérstaklega heppilegra atvika, heppn- aðist okkur Bufflunum að komast yfir fánann, sem þar átti að draga að húni, og síðan þutum við af stað eins og kólfi væri skotið í átt- ina til Norðurpólsins með hinn dýrmæta fjársjóð okkar. Því miður gátum við ekki hraðað okkur nóg til að komast úr allri hættu, og þegar við Bjössi feiti vorum báðir orðnir svo móðir af hlaupunum, að við gátum varla meira, neyddumst við til að viður- kenna, okkur til mikillar gremju, að okkur stafaði mikil hætta frá flokk úr „Löppunum“, hóp af háfættum náungum, sem næstum því flugu yfir snjóbreiðuna. Við óskuðum þess heitt og innilega, að við Bufflarnir hefðum vængi, svo að við gætum haldið áfram án þess að skilja eftir okkur spor í snjónum, en svo fór nú samt, að það urðu þessi spor okkar, sem urðu okkur til bjargar." Nú gerði Pétur hlé á hinni spennandi frásögn sinni meðan hann tróð í pípu sína og kveikti í henni. Eftir langa mæðu hafði hann fengið eldinn til að loga á viðunandi hátt í henni, og þá leit hann á mig og hélt frásögninni áfram: „Nú er það aðeins eitt, sem ég vil vekja athygli þína á, kæri vin- ur, áður en ég held frásögninni áfram. Þú þekkir vafalaust málshátt- inn, að þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst. í þessu tilfelli getum við orðað hann lítillega öðruvísi: Ef Bufflarnir hefðu ekki undir hinum ýmsu kringumstæðum, sem ég hef nú verið að segja frá, alltaf hitt einmitt á þau hjálpartæki, sem nauðsynlega urðu að vera fyrir hendi til að skapa farsæla lausn á erfiðleikunum, þá hefðu úrslit þessarar keppni á ýmsan hátt ekki orðið eins hagstæð fyrir okkur og raun bar vitni. Ef við snúum okkur aftur að þeim atburðum, sem áttu sér stað þarna á snjóbreiðunum sunnan við Norðurpólinn, þá tókst okkur Bufflunum að búa til svo margar slóðir í snjónum, að við gátum leitt þá sem eltu okkur á villigötur stutta stund. Hins vegar var okkur fyllilega ljóst, að þetta var aðeins gálgafrestur, og því var okkur langt frá því að vera rótt innanbrjósts, þegar við óðum áfram gegnum skaflana, sem sums staðar náðu okkur í mið læri. En svo urðum við skyndilega fyrir óvæntu happi. Við þurftum að fara yfir breiðan veg, sem lá þvert gegnum skóginn, og um leið og við stukkum yfir skurðinn, sem lá meðfram veginum, kom vörubíll 62 SKÁTABLAÐID
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.