Skátablaðið - 01.07.1962, Page 39
þættum verkefnum úr skátastarfinu. Um
þessa útilegu áttu þeir síðan að skila skrif-
legri skýrslu, og eftir þeirn skýrslum verða
síðan valdir úr fimm beztu kvenskátaflokk-
arnir og fimm beztu drengjaskátailokkarn-
ir, sem síðan komast í úrslit. Sjálf úrslita-
keppnin fer svo fram á landsmótinu, þar
sem þessir flokkar munu keppa til úrslita.
Margvísleg verðlaun munu verða veitt í
þessari keppni. Allir flokkar, sem ljúka
keppninni, munu fá sérstaka viðurkenn-
ingu, og þeir sem komast í úrslit fá allir
sína viðurkenningu, bæði flokkarnir sem
heild og einstaklingar innan þeirra. Þá
munu og allir þeir flokkar, sem komast í
úrslit, fá sérstakan klút með mótsmerkinu
í, sem þeir mega bera á mótinu. Verður
hann í áberandi lit og fylgir honum linút-
ur, sérstaklega búinn til í þessum tilgangi.
Þeir tveir flokkar kven- og drengjaskáta,
sem síðan hljóta endanlegan sigur hvor í
sínum hluta keppninnar, munu svo að sjálf-
sögðu hljóta glæsileg verðlaun fyrir frammi-
stöðuna. Verða endanleg úrslit keppninnar
tilkynnt við síðasta varðeld landsmótsins, og
mun skátahöfðingi þá afhenda hinum sigur-
sælu verðlaun sín. Eins og sjá má, má búast
við hinni hörðustu keppni, þar sem til svo
Fuglabretíi „Þrasta", Akureyri.
mikils er að vinna, og verður óneitanlega
gaman að sjá, hvernig fer.
Keppnisnefndin, sem annazt hefur um
alla framkvæmd keppninnar, er skipuð þess-
um skátum: Óskar Pétursson, formaður,
Ásta Þorgrímsdóttir, Jenna Jensdóttir, Carl
Henning Sveins og Sveinbjörn Þorbjörns-
son. Auk þeirra hefur Ingólfur Ármanns-
son, framkvæmdastjóri B.Í.S., innt af hendi
geysimikið starf í sambandi við keppnina.
Til gamans birtum við svo hér með þrjár
af myndum þeim, sem komið hafa inn í
sambandi við flokkakeppni þessa.
Þannig hugsaði
enskur skopteikn-
ari sér dag ylfing-
anna á Jamboree
fyrir nokkrum ár-
um. í þvi sambandi
má minna á, aö
einn daginn á
landsmótinu i sum-
ar er ylfingum
boöiö i heimsókn.
SKATABLAÐIÐ
65