Skátablaðið - 01.07.1962, Side 49
stæðu heilda. Skátahreyfingin er ekki á
móti neinu eða neinum, en hún berst fyrir
virðingu fyrir öllum trúarbrögðum, fyrir
stöðuglyndi og fyrir tryggð við samfélagið.
Hún leggur áherzlu á fyrsta hluta Skáta-
heitsins og á trúna á það, að smám saman
geti hver einstaklingur aflað sér nægilegs
þroska til að finna sjálfur sinn rétta stað í
fjölskyldu sinn, umhverfi sínu, þjóð sinni
eða í öllum heiminum án þess að hrasa á
neinu af þessum sviðum.
(Úr bókinni Scouting round
the world, eftir ]. S. Wilson.)
BRÉFASKIPTI
Eftirtaldir skátar óska eftir að komast í bréfa-
sambönd við íslenzka skáta:
Flemming W. Henriksen, Hovmarksvej 17,
Ringsted, Danmark. Hann er 17 ára og safnar
frímerkjum.
Hubert Bopp, Frankfurt/Main, Hynspergstr.
27. Deutschland. Hann er 14 ára gamall, skrif-
ar ensku og safnar líka frímerkjum.
Dennis Lasher, Jr., 153 Neighbourhood Road,
Mastic Beach, Long Island, New York. Hann er
17 ára og langar til að skrifast á við jafnaldra
sína á Islandi.
Ross Williams, 114 Te Awa Awenue, Napier,
New Zealand. Þessi skáti, sem býr á Nýja Sjá-
landi, er 16 ára gamall fjallarekki, og aðal-
áhugamál hans eru skátastarf og útilegur. Hann
skrifar ensku.
Ef við kunnum gott að meta, þá er þessi mynd
af skátastúlkunni með blómið hreint ekki svo
litið listaverk. Ljósmyndarinn er Ingolf Peter-
sen, skátaforingi i Reykjavik.
Bob Paris, 8404 Blossom Lane, Louisville 7,
Ky., U.S.A. Hann er 16 ára gamall og hefur
áhuga á íslenzku skátastarfi og stjórnmálum á
Islandi.
Sandra Knudsen, Box 1155, Alturas, Cali-
fornia, U.S.A. Þessi skátastúlka er 11 ára gömul
og hana langar til að eignast bréfavin á íslandi.
Hér sjáið þið hnút, sem hentugur er á
skátaklútinn. Til þess að betra sé að
átta sig á honum, látum við einnig
fylgja með mynd af honum i kaðli.
R
RL
SKATABLAÐIÐ
75