Skátablaðið - 01.07.1962, Qupperneq 50
Hjálpið
okkur!
EFTIRFARANDI grein barst okkur ný-
lega frá Alþjóðaskrifstofu drengjaskáta
með beiðni um, að Hún yrði birt í mál-
gagni B.I.S. Skátablaðinu er ljúft að
verða við þeirri beiðni, og jafnfrámt
viljurn við hvetja alla skáta til að lesa
hana með athygli og sinna þeim tilmæl-
um, sem í henni eru borin fram, ef þeir
liafa nokkur tök á því.
ekkir þú ekki einhvern fatlaðan eða
lamaðan dreng, sem líklegt væri að
vildi verða skáti? Myndin, sem hér fylgir
með, sýnir að hægt er að taka verulegan
þátt í skátastarfi, þrátt fyrir alvarlega fötl-
un. Það eru þegar starfandi fjöldamargar
sveitir fatlaðra og lamaðra skáta víðsvegar
um heiminn, samtals í 36 löndum. Samt
sem áður er mjög mikið starf enn óunnið
á þessum vettvangi, jafnt í einstökum lönd-
um sem öllum heiminum.
Ert þú viðbúinn að veita aðstoð þína?
Hér kemur eitt af þeim mörgu atriðum,
sem þú eða flokkurinn þinn getur gert:
Safnið notuðum frímerkjum! Rífið þau
út úr umslögunum utan af bréfum, sem þið
eða fjölskyldur ykkar fáið. Rífið þau ekki
frá pappírnum, og reynið að halda þeim
hreinum og óskemmdum. Þegar þið eruð
svo búnir að safna talsverðu magni, þá skul-
uð þið setja þau í sterkt og gott umslag og
senda þau til okkar. Utanáskriftin er: BOY
SCOUTS WORLD BUREAU, 77 MET-
CALFE STREET, OTTAWA 4, CAN-
ADA.
Fatlaður skáti. frá Austurríki.
Ef þú getur fengið allan flokkinn þinn
í lið með þér, þá er strax miklu meiri ár-
angurs að vænta. Eða ef sveitaríoringinn
ykkar fengist til að koma af stað keppni
milli flokkanna um það, hver safnaði flest-
um frímerkjum, þá væri það alveg dásam-
legt.
Ef til vill spyrjið þið núna, hvað Al-
þjóðaskrifstofan geri við þessi frímerki.
Svarið við því er, að við seljum þau frí-
merkjasöfnurum og notum peningana, sem
við fáum fyrir þau, til að auka og bæta
skátastarf fatlaðra og lamaðra víðsvegar um
heiminn.
Og að lokum er eitt umhugsunarvert
atriði. Það eru níu milljónir drengjaskáta
í heiminum. Ef hver einstakur þeirra gefur
eitt frímerki, þá sjáið þið, að það verður
dálagleg upphæð, — en ef hver einstakur
gæfi 10, eða 50 eða jafnvel 100 frímerki!
76
SKÁTABLAÐID