Skátablaðið - 01.07.1962, Page 51
ÖRIN
£(tátnsaga fró Ngjö-j5já(midí.
T Trói Höttur hefur áreiðanlega ekki
A átt betri boga en þennan, sagði
Tom hrifinn, þegar hann sýndi Bob vini
sínum boga, sem hann hafði búið til fyrir
nokkrum dögum.
Þeir voru báðir skátar í Kiwi flokknum
í Taranki sveitinni á Nýja-Sjálandi. Bob
var nýkominn upp fljótið í litla mótorbátn-
um hans föður síns, og Tom hafði tekið á
móti honum niðri við bryggjuna.
— Hvaða trjátegund notaðir þú? spurði
Bob meðan hann skoðaði bogann. — Það
er geysimikill sveigjanleiki í honum.
— Lensutré, svaraði vinur lrans. — Það
seigasta, sem ég gat fundið. Ég var hálfan
dag úti í skóginum áður en ég fann nokk-
uð, sem ég var ánægður með.
— Hvaða reykský eru þetta annars, þarna
yfir hjá gilinu?
Bob benti á stóra, gráa reykjarsúlu, sem
reis upp eins og gorkúla milli fjallanna,
nokkra kílómetra burtu.
— Hardy var að brenna sinu í gær.
— Það var snemma gert.
jrið sjáið, að með því móti yrði þetta ekki
lengi að safnast.
Við þökkum ykkur fyrirfram fyrir hjálp-
ina og óskum ykkur góðs gengis. Og meðal
annarra orða: byrjið strax í dag, en dragið
það ekki þangað til á morgun.
D. C. Spry, framkvstj.
Alþjóðaskrifstofu drengjaskáta.
— Já, en það liafa verið þurrkar svo lengi.
Honum fannst víst betra að taka áhættuna
á því en það færi að rigna. Svo veitir hon-
um víst ekkert af því að reyna að hreinsa
eitthvað til kringum sig.
— Þetta er nú talsverð áhætta fyrir hann.
Ef það hvessir, er ómögulegt að segja, hvar
eldurinn stanzar.
— Komdu, við skulum reyna bogann.
Mig langar til að vita, hvað þér finnst um
hann.
Þeir bundu bátinn og gengu síðan sam-
hliða upp á grasið. Tom tók nokkrar örvar
upp úr örvamælinum og setti síðan tóma
niðursuðudós upp á stein undir hæðardragi
nokkru góðan spöl í burtu.
— Heldurðu, að þú getir hitt hana, Bob?
Bob reyndi þrisvar, en skaut framhjá í
öll skiptin.
— Nú skalt þú reyna, Tom, sagði hann
hlæjandi. — Ég þarf víst að reyna að æfa
mig eitthvað.
— Þú verður áreiðanlega ekki lengi að
verða meistari í hinni göfugu bogalist, svar-
aði Tom um leið og hann tók bogann og
valdi sér ör.
Hann spennti bogann eftir mætti og
sleppti svo strengnum. Örin flaug yfir stein-
inn, örfáa sentimetra frá dósinni, og gróf
sig niður í jörðina að baki steininum. En
næsta ör sendi niðursuðudósina beinustu
leið niður í grasið.
— Vel hitt, hrópaði Bob. — Leyfðu mér
svo að reyna aftur. En heyrðu. Hvað er
þetta?
SKATABLAÐIÐ
77