Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 53

Skátablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 53
opnaðist niður í ána. — Ég gef honum eins mikið og hann frekast þolir, svo að við ættum að geta verið komnir þangað eftir fimm eða sex mínútur. En við verðum að gæta þess vel að rekast ekki á steina eða grynningar í ánni. Þeir beygðu nú til hægri og héldu upp í gljúfrið. Það var djúpt og drungalegt með snarbröttum veggjum og hafði verið grafið af rennsli árinnar gegnum aldirnar. Vatnið var dýpra hérna, en þar sem straumurinn var meiri hér, dró hann nokkuð úr ferð bátsins. Klettarnir risu háir og brattir upp til beggja liliða. Hver einasta sylla var vaxin grasi eða kjarri og alls staðar, þar sem nokkur gróður gat þrifizt, mátti sjá burkna eða lágvaxið kjarr. Litadýrðin var geysi- mikil, og hver bugða á ánni opnaði nýja útsýn yfir syllur eða sprungur í klettunum, sem bjuggu yfir nærri ólýsanlegri fegurð. Og hátt yfir höfðum mannanna mátti sjá rönd af himninum, þar sem dúnmjúk skýin bárust fyrir golunni. En mennirnir í bátnum gáfu sér ekki tíma til að dást að fegurðinni, sem þeim bar fyrir augu á leiðinni upp gljúfrið. Andartaki síðar fóru þeir gegnum sein- ustu bugðuna á gljúfrinu og komu þangað sem eldurinn hafði náð alveg niður að ánni. Þar reis brennheitur eld og reykvegg- ur upp við hlið þeirra. Öðru hverju ýrði vindurinn upp í hinum rauðglóandi trjá- bolum og kom þeim til að blossa upp í snarkandi og brestandi logahaf. Á stöku stað stóðu risastór tré, og þar umléku snark- andi logarnir þau líkt og þeim væri sérstök unun að fá að eyðileggja þau. Páfagaukarn- ir flugu fram og aftur með hásum, skerandi skrækjum, hálf lamaðir, blindaðir og utan við sig af reykjarskýjunum og hávaðanum frá eyðileggingunni. Hópur af öndum flaug framhjá þeim niður eftir gljúfrinu, hræðslu- kvein þeirra heyrðust varla fyrir brakinu í hinum brennandi skógi. Öðru hverju steyptust stór tré í mynd stórra eld- og reykjarsúlna til jarðar með brauki og bramli. í fallinu hvirfluðu þau ösku, eldneistum og brennandi laufblöðum hátt í loft upp, þar sem vindurinn greip þau og bar brott til þess að leita uppi nýja næringu fyrir eyðilegginguna. Þannig breiddi skógareldurinn úr sér og lét eftir sig eyðileggingu, hvar sem hann fór yfir. Nú komu þeir loks auga á brúna gegnum reykskýin. Gleðihróp brauzt yfir varir Eins og þið sjáið œtlar þessi litla stúlka að verða skáti, þegar hún er orðin stór, og hún er strax byrjuð að æfa sig á skátakveðjunni. Annars heit- ir hún Sólborg Hulda og mamma hennar og þabbi eru Jóna Sigurjónsdóttir og Þórður Ad- ólfsson, deildarforingi i S.F.R. — Ingolf Petersen tók myndina. SKÁTABLAÐIÐ 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.