Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 4

Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 4
Hornstra -langflottastar Síðastliðið sumar lögðu nokkrir foringjar úr skátafélaginu Ægis- búum leið sína á Hornstrandir í uiku gönguferð. Strandir ern eitt af- skekktasta svœði landsins, þar eru engir uegir, engir símar og engir íbúar. Þuí er ekki hœgt að treysta á neinn nema sjálfan sig ogfélagana efeitthuað ber út af. Þetta erferðasagan okkar. Lagt í 'ann Við flugum til ísafjarðar að kvöldi föstudagsins 8. ágúst. ísfirskir skátar tóku höfðinglega á móti okkur, fóru með okkur í kynnisferð um næsta ná- grenni og til Flateyrar, og leyfðu okkur að gista í skátaheimilinu. Næsta morg- un sigldum við svo með Djúpbátnum Fagranesinu alla leið í Hornvík, norðan megin á Ströndum. Við vorum ferjuð í land í Hornvík með gúmmíbátum í fallegu veðri, sólin skein og fjallasýn frábær. Því var ákveðið að græða aukadag og tæta á Hornbjarg. Þaðan gengum við yfir Mið- fell og áfram með austurbrúninni á bjarginu. Hluti hópsins hélt svo til baka og sló upp tjöldum. Undir- rituðum og „juniornum“ í hópn- um, Hjördísi, fannst hins vegar ótækt að hafa setið í flugvél, skipi og gúmmíbát alla þessa leið og sleppa því að ganga á hæsta tindinn, Kálfafell. Þegar við vorum hálfnuð upp tókum við eftir því að okkur var veitt eftirför. Tvær tófur skokkuðu í humátt á eftir okkur. Önnur gerðist síðan nærgöngul mjög, hnusaði af höndum okkar og var Sibbi glottir á leiðinni í land I gúmmíbátnum hvergi bangin. Gangan var vel þess virði, útsýnið á toppnum hreint frábært, og eini staðurinn þar sem við Það er meiri snjór í ágúst á Ströndum en í febrúar í Bláfjöllum. Svenni og Hjördís á gangi það reyndist með öllu ófært. Ekki var um annað að ræða en að labba upp með ánni þar til að hún grynnkaði. Við vorum heldur köld og þreytt þegar við náðum í tjaldbúð í myrkri kí. 1.30 um nóttina. Kvenfélagskonurnar Næsta dag var sama bongóblíðan. Ferðinni var heitið í Hlöðuvík. Þetta var passleg dagleið og mjög gaman að ganga upp úr Hornvíkinni um Rekavík. sáum virkilega vel eftir ströndinni langt til austurs. Þegar við komum niður í víkina var komið flóð og árós sem við höfðum vaðið á leiðinni út eftir mun vatnsmeiri en áður. Reyndum við að vaða hann en Við slógum upp tjöldum rétt við skálana í Hlöðuvík. í honum var mikið stuð, sungið og spilað, enda voru þar komnar kvenfélagskonur sem Kata og Ása höfðu kynnst í skipinu. Við tókum upp veiðigræjurnar og veiddum okkur nokkra silunga sem voru svo eldaðir á steinhellu í fjörunni yfir rekaviðarbáli. Betra getur það ekki orðið. F.nn einn blíðviðrisdagurinn. Hópur- inn gerist tortrygginn. Þetta var of gott til að vera satt - það hlaut eitthvað hræðilegt að gerast ef þetta héldi svona áfram. Þegar við vorum að pakka sam- an veittum við því athygli að flugvél sveimaði yfir skálanum. Seinna kom í ljós að í henni voru pabbi Möggu Völu og vinur okkar Sibba að leita okkar. Þeir sáu okkur ekki en tóku hinsvegar myndir sem við sáumst á. Við kvöddum kvenfélags- konurnar og héldum af stað. Áfangastaðurinn var Fljótavík. Leiðin þangað liggur um tvö fjallaskörð, Almenningaskarð og Þorleifsskarð. í Almenningaskarði er dys og er hefð að henda steini á hana. Við hættum ekki á að kalla ólukku yfir ferðina og fylgdum hefðinni. Þegar komið var í víkina voru tjöldin reist við fjallalæk innst í henni. Ása var veiðimaður kvöldsins og veiddi nægan fisk í kvöldmat og morgunmat. Fram og til baka Upp rann nýr dagur. Veður var enn suðrænt. Hinsvegar hefur höfundur göngukortsins okkar væntanlega gert mælingar sínar úr loftbelg því að þegar Skátastarf — sjálfstæður IífsstílI!

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.