Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 35

Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 35
á oegg' Eins og lesendur Skátablaðsins hafa oft orðið vitni aðfer fáttfram hjá árvökulum augum og eyrum blaðamanna hlaðsins. Fyrir nokkru breytti einn blaðamaður okkar ser íflugu og settist á vegg ífundarherbergi BÍS á Snorra- brautinni en þar stóð yfirfundur í dagskrárstjórn Landsmóts °g það var eitt og annað forvitnilegt sem þar fórfram. Meðal þess sem þessi örsmái út- sendari okkar hleraði á fundinum var að... •••undirbúningsvinna fyrir dagskrána fer fram í mörgum þjóðlöndum! Margir 'slenskir skátar eru við nám og störf ei'lendis og með hjálp Internetsins eru þeir á útopnu við að vinna að ýmsum verkefnum. Meðal þeirra sem þannig 'e8gja hönd á plóginn eru Hulda Guð- ■nundsdóttir og Dagmar Ólafsdóttir en þ;er eru búsettar í Danmörku, Ingi Rafn Olafsson, USA, og Kristbjörn Gunnars- son sem staðsettur er í Austurríki. Það ITla því reikna með að einhverra ei'lendra áhrifa muni gæta í þeim dag- skrártilboðum sem í boði verða! •-• • dagskrárstjórn er að undirbúa sér- stakt dróttskátamót sem haldið verður helgina fyrir landsmótið. í bígerð er að kjóða skátum á dróttskátaaldri til skemmtilegrar upplifunar með jafn- óldrum sínum á mótssvæðinu áður en almennir þátttakendur mæta á staðinn. láluti dagskrárinnar verður að sjálf- sogðu fólginn í ýmiss konar lokafrá- gangi á mótsstað auk æsispennandi Verkefna og að sjálfsögðu verður rómantíkin í hávegum höfð! ■■■öllum ylfingum verður boðið upp á að fá örlítinn nasaþef af landsmóts- ■Uvintýrinu því ákveðið hefur verið að bjóða til sérstaks ylfingamóts dagana 17- og 18. júlí á mótsstað. Undirbúning- Ul' og framkvæmd verður í höndum hins frábærra ylfingahóps sem haft hef- Ur veg og vanda að ylfingamótunum undanfarin sumur sem vakið hafa verð- skuldaða athygli. Leitað verður til foreldra og eldri skáta s.s. St. Georgsskáta um að að- stoða við þetta mót þar sem búast má við að margir foringjar félaganna hafi í nógu að snúast með skátana sjálfa á Uiótinu. ■ ••þátttakendum í skátastarfi mun Ljölga um a.m.k. helming á lands- Uaótinu! Ástæðan fyrir þessu er sú að í boði verður ákveðin dagskrá fyrir al- menning sem kölluð er „Skáti í einn dag“. Hugmyndin er sú að ákveðinn dag á mótinu getur almenningur komið á mótsstað og fengið tækifæri til að stunda skátastarf undir handleiðslu reyndra skáta. Boðið verður upp á ýmis verkefni í tengslum við tjaldbúðarstörf, kennslu í meðferð korts og áttavita, spennandi náttúruskoðun og tilsögn í skyndihjálp svo eitthvað sé nefnt. Að sjálfsögðu líkur deginum með því að þessir „nýju skátar“ taka þátt í dúndrandi skátavaröcidi sem er auð- vitað ómissandi lífsreynsla fyrir hvern skáta. ...verið sé að undirbúa skemmtilegan landsmótsdag á Úlfljótsvatni í ágústlok og verði dagurinn öllum opinn en sér- stök áhersla lögð á að foringjar og fararstjórnir mæti á staðinn. Umsjón með deginum hefur I lulda Guðmúnds- dóttir, aðstoðardagskrárstjóri lands- móts, en hún verður jafnframt forstöðu- maður sumarbúðanna í sumár. Þennan dag munu gestir fá leiðsögn um móts- svæðið og fá að líta þær framkvæmdir sem fara fram á staðnum. Upplýsingar verða gefnar um til- högun tjaldbúða auk ítarlegrar kynn- ingar á dagskráratriðum og gestir fá einnig að prófa eitt og annað sem í boði verður! Reistar verða mismunandi gerðir af tjaldbúðum á mótssvæðinu í þeim tilgangi að gefa gestum góðar hugmyndir um hvernig tjaldbúð gæti litið út. Það verður spennandi að heyra meira af þessu en frekari upplýsingar munu birtast í Skátamálum. Óstaðfestar fréttir herma að þessi dagur verði haldinn 29. ágúst, þar verði mótssöngurinn frum- fluttur og að fyrstu eintökin af bókinni með valdagskrá flokka verði einnig kynnt. Flugan á veggnum ábyrgist þó ekkert að svo komnu máli en hvetur lesendur til að fylgjast með frekari fréttum í Skátamálum! ...dagskrárstjóri Landsmóts, Guð- mundur Pálsson, sé í meira lagi kvensamur því 80% af þeim skátum sem hann hefur fengið til liðs við sig eru konur! Það er því heillaráð fyrir þá karlmenn sem kunna vel við sig í návist kvenna, að hafa strax samband við Guðmund og fá úthlutað verkefni í tengslum við dagskrá mótsins. ...í undirbúningi séu risastórir Gospel-tónleikar sem fram fari annað kvöldið á landsmótinu. Að því er blaðamanni okkar skildist standa vonir til að þetta verði stærstu tónleikar sinnar tegundar sem haldnir hafa verið hér á landi og þó víðar væri leitað. Meginþema kvöldsins verði vanga- veltur um það hvað við gerum til að uppfylla eitt atriðið í skátaheitinu, þ.e. að gera skyldu okkar við guð og þá staðreynd að skátahreyfingin starfar sem ein heild þrátt fyrir mismunandi trúarbrögð. Jafnframt mun tónleikadag- skráin velta upp erfiðum spurningum s.s. hvernig standi á því að deilur um trúarbrögð hafi valdið jafn miklum ófriði í gegnum tíðina og raun ber vitni. Þetta kvöld munu mótsgestir velta fyrir sér spurningunni um hvort inntak skátastarfsins, virðing fyrir skoðunum annarra og bræðralag, þvert á menn- ingarlegan bakgrunn og trúarskoðanir sé ekki eitthvað sem stjórnendur heimsmála ættu að taka sér til fyrir- myndar. Virkilega spennandi kvöld í uppsiglingu - ekki satt? ...dagskrárstjórn hafi nú gefið út spennandi og skemmtilega pennavina- dagskrá. Þessi dagskrá miðar að því að flokkar og sveitir eignist vinaflokka hérlendis sem erlendis. Mörg skemmti- leg verkefni eru í þessari pennavina- dagskrá og geta skátaforingjar nýtt sér margvíslegar hugmyndir sem þar eru settar fram. Fyrir þá skátaflokka sem treysta sér til er sniðugt að komast í samband við erlenda skátaflokka sem eru á leiðinni á landsmótið og skrifast á við þá og auðvitað að hvetja aðra flokka til að koma á landsmótið. Þessa dagskrá er hægt að nálgast á skátavefnum: www.scout.is. Þar er bæði hægt að prenta verkefnin út og hlaða niður Word-skjali sem inni- heldur öll verkefnin og þannig geta skátaforingjar t.d. hagrætt ýmsu og sniðið að sínum þörfum ef þeir vilja. Skátablaðið — þitt blað

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.