Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 32

Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 32
~Ö£ÝÍlatmaþMul Finndu foringjann í þrautinni nér til hliðar. Sendu lausnina til Skátablaðsins, YLFINGAÞRAUT, pósthólf 5111, 125 Reykjavík fyrir 8. maí nk. Mundu að skrifa nafn þitt og aldur og nafn ylfinga- sveitarinnar þinnar (eða ljósálfasveitar). Dregið verður úr réttum lausnum. Aðeins skátar á ylfíngaaldirnum geta tekið þátt í þrautinni. Verðlaun: fylfointjakúfa Það voru þau Hildur Ágústsdóttir, Hrönn Eiríksdóttir, Jón Ingvar Bragason, Reynir Freyr Bragason og Örvar Ragnarsson sem sáu um ylfingsíðu Skátablaðsins. tylfoinqasLiia ^kátablaðsins tylfiinqaslða ^kátabLaðsíns tyifcingasíða ^kátabLaðsins í útilegu í Afríku með 150 kg af maís í nesti B A L 0 0 SHERAKAN BAGHEERA nölilGLI K A A Undirbúningurinn var dálítið öðruvísi en þegar farið er upp í skála á Oddskarði eða að Úlfljótsvatni. Til dæmis var engin ástæða til að taka lopapeysuna eða ullarsokkana en ég fórþó í gúmmískónum, því það var rign- ing. Afríkubúarnir sem ég mætti á leiðinni heilsuðu brosandi því sjálfsagt höfðu þeir aldrei séð hvíta konu í rósóttum kjól og gúmmískóm með stóran grænan bakpoka hoppandi yfir polla. Margrét Einarsdóttir greinarhöfundur að kenna um pýramídana í Egyptalandi. Líkan af fornminjum Egypta gert úr jarðleir. Nemendurnir mínir stóðu allir uppi á vegi og biðu eftir rútunni. í kringum þá var raðað pottum, vatnsbrúsum, disk- um, könnum, teppum, poka með baunum og þremur 50 kg sekkjum af rnaís. Við höfðum fengið þá úr búri skólans til að skipta við íbúa þorpsins á grænmeti, kjúklingum og hrísgrjónum. Ég er að vinna sem kennari í Mósambik í skóla sem menntar grunnskólakenn- ara og var á leið í viku námsferð með 14 nemendur. Við fórum til að kynna okkur landbúnað, verslun og viðskipti, menntunarmál og almennt líf fólks í litlu þorpi. í Mósambik eru engar áætlunarferðir, maður fer bara upp á veg og bíður, stundum í 5 mínútur og stundum í tvo klukkutíma. Þegar rútan kom var hún auðvitað troðfull. Öll sæti voru þétt set- in, gangurinn var þétt staðinn og geitur, hænur og ýmsar landbúnaðarafurðir voru uppi á þaki. Þá munaði samt ekk- ert um að troða 15 inn í viðbót og skella öllu draslinu upp á þak. Þegar við komum á áfangastað kom til okkar strákur sem bauðst til að draga farang- urinn á kerru gegn vægu gjaldi sem hann svo hækkaði auðvitað um helm- ing þegar við komum í skólann sem sem við gistum. Skólinn var nýr, með rafmagni og rennandi vatni svo það væsti ekki um okkur. Við elduðum yfir opnum eldi en þannig elda flestir hér. Krakkarnir skiptust á að elda og einn daginn ákváðum við að hafa kjúkling í matinn. Um kvöldið komu þau heim með tvær lifandi hænur sem við svo át- um þremur tímum seinna. Þeim fannst það skrýtið þegar ég útskýrði fyrir þeim að heima færi maður bara út í búð og keypti kjúklinginn frosinn og pakkaðan í plast og skellti honum beint í ofninn. Gengið 8 km í 40 gráðu hita Á hverjum degi gengum við í þorpið sem var um 8 kílómetra í burtu og nemendurnir höfðu miklar áhyggjur af mér og fannst ég afskaplega dugleg að komast báðar leiðir, enda þekkja þeir ekkert til íslenskra fjalla. Það sem var þó erfitt var að láta hitann fram hjá sér fara, því það var hátt í 40 gráður og sól- skin að auki, ég hefði nú alveg verið til í að rekast á svona eins og einn snjó- skafl en því var ekki að heilsa. Á leið- inni mættum við konum með vatn á höfðinu og börn á bakinu, mönnum á leið á akurinn og börnum hlaupandi í skítugum fötum með útblásinn maga. Bærinn sem við gistum í hafði markað, verksmiðjur, steypt hús og Skátastarf — sjálfstæður IífsstílI!

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.