Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 7

Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 7
Iágúst 1972fóru 123 íslenskir skátar á landsmót norskra skáta. Öll sæti voru setin í nýlegri Boeing 727 þotu Flugfélags íslands semflaug með skátana til Þrándheims. Fyrstu nóttina átti hópurinn í stómm hertjöld- u,n á herstöðinni sem flugvöllurinn var á. Morguninn eftir heilsaði með útlenskum hita — varþetta það sem koma átti? Ekki alveg! Gömul járnbrautarlest flutti okkur svo til lítils en vel þekkts kolanámubæjar, Röros. Þar var okkur komið fyrir í tjaldbúð sem hafði nafnið Sextus. Með okkur voru Norðmenn, Austurríkismenn, Svíar og Englending- ar. Við vorum vel staðsett, rétt við hörnina, skíðastökkpallinn og eyði- ruörkina! Já, það var eyðimörk með hvítum sandi í Noregi. (Það kom ruörgum árum síðar í ljós að þeir áttu rueira sameiginlegt með olíufurstunum við Miðjarðarhafið.) Ekki er ætlunin að rekja ferðasöguna, hún er sennilega rrusmunandi í hugum okkar. Eitt er víst að dvölin á mótinu var ævintýri með dgningu, svolítilli sól, köldum sturtum, sundi í Glommu, kanósiglingum, hikeferð, tívolí, söng, meiri söng, blaki °8 skoðunarferðum í kolanámur, söfn °8 dagsferð til Svíþjóðar svo eitthvað sé nefnt. Þetta var fjörugur hópur en lét e'ndæma vel að stjórn, allavega man sá Sem þetta skrifar ekki eftir neinum Vandræðum, enda kröfuharka ekki mikil hjá 15 ára skáta hvað þetta varð- tlr- Fararstjórarnir, Arnfinnur Jónsson, Gunnar Rafn Einarsson, Halldór S. Magnússon, Kristín Bjarnadóttir og Sigrún Sigurgestsdóttir eru allavega öll enn í skátastarfi og minnast þessarar ferðar með ánægju. Eftir mótið var haldið til Drammen og tók sú ferð á annan dag í rútum. Gist var í Lillehammer ef rétt er munað og komið við í Hamar og Aulestad þar sem Björnstjerne Bjornson átti heima. í Drammen var gist á heimilum skáta og áttum við þar góða dvöl. Útivist- arreglur Norðmanna þóttu okkur strangar og maturinn sums staðar af skornum skammti, sérstaklega ef allt brauðið var ekki talið með sem máltíð! Farið var á knattspyrnuvöllinn, í Spir- alen, í siglingu á skátaskipi út á Drammenfjörð, á varðeld, í fyrirtækja- skoðunarferðir, til Osló auk baðstrand- arferðar. Það voru glaðir skátar sem héldu upp í flugvél á Fornebu. Á leiðinni var spil- að og sungið og meðal þeirra sem kynntu undir söngbálið var núverandi slökkviliðsstjóri í Reykjavík sem trillaði á gítarinn með Bjarna í Bæjarstæði. Ekki náðist í lista yfir þátttakendur en þeir sem muna þessa tíð geta skemmt sér við að finna út hverjir eru á mynd- inni. Aðrir geta skemmt sér við að leita að fararstjórunum, Hermanni Sigurðs- Fyrir framan Bragernes kirkju í Drammen Norskir skátar við einkenni Raros. Myndin er tekin úr dagblaði þessa 10 þúsund manna móts, Blðsebelgen. syni, Hrólfi slökkviliðsstjóra, ritstjóra Skátablaðsins, Jóni í Koti, Höllu Helga- dóttur, Jakobi Einarssyni leikara og fl. Gaman væri að vita hver gæti nafngreint flesta á þessari mynd. Guðni Gíslason, Hmunbúum ýfékkst pú scnt sucna mcvki? ckki, hfinýbn pá í 562 1390! Skátablaðið þitt blað

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.