Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 19

Skátablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 19
Þjónustusíða skáta Látum Ijós okkar skína Arlega stendur skátahreyfingin fyrir ataki til aukins ðryggis barna í umferð- mni. Ollum 6 ára börnum er gefinn endurskinsborði og sérútgáfa af Skátablaðinu sem inniheldur fróðleik um umferðaröryggi barna. Samhliða þessu átaki gefst fyrir- tekjum kostur á að fá merki sitt prent- Jð á endurskinshnappnælur sem dreift er til skólabarna. Nánari upplýsingar í síma 562 1390. Skátafélögin Skátafélögin hafa fengið orð á sig fyi'ir að geta tekið að sér ólíklegustu verkefni með stuttum fyrirvara. Má þar nefna útburð, umsjón með hátíðar- höldum, fánaborgir og uppsetningu á fánum auk fjölda annarra verkefna. Hafið samband við félagsforingja á viðkomandi stað og leitið upplýsinga. Nöfn og símanúmer þeirra má fá á skrifstofu BÍS. Sumarbúðir skáta A vegum Úlfljótsvatnsráðs eru reknar sumarbúðir fyrir börn við Úlfljótsvatn. F-innig eru reknar þar skólabúðir yfir veturinn og hefur það verið gert í samvinnu við Skólaskrifstofu Reykja- víkurborgar. Nánari upplýsingar urn starfsemina veitir Helgi Jónsson í sírna 854 2074. Sjá einnig bls. 8 í þessu blaði. Atvinnuauglýsing Suirmrbúðir skáta Ulfljótsvatni óska eftir starfskröftum fyrir sumarið. Viðkomandi þarf að vera orðin 17 ára, hafa áhuga á að vinna með börnum og að teggja sig allan fram í starfinu. Ahugasamir sendi umsókn á skrifstofu BÍS fyrir 21. apríl, merkt „Sumarstarf á Úlfljótsvatni". Sumarbúðir skáta Úlfljótsvatni Snorrabraut 60, pósthóif 5111 125 Reykjavík Sala á skátavörum Skeyti — minningarkort Bækur Bandalag íslenskra skáta hefur gefið út mikið af handbókum fyrir skáta. Flestar þessara bóka gagnast einnig öðrum enda í þeim mikill almennur fróðleikur. Bækurnar fást í Skátabúð- inni og á skrifstofu BÍS. Búningar Auk hefðbundins skátabúnings er til sölu flísjakki merktir BÍS, skátabuxur, skátahattur, ylfingahúfa og fl. Fæst í Skátabúðinni og á skrifstofu BÍS. Merki Skrifstofa BÍS og Skátabúðin selur ýmis skátamerki ný og gömul. Par er að finna íslensk merki, erlend merki, mótsmerki og fl. Dósasöfnun Skátahreyfingin rekur fyrirtækið Pjóðþrif sem er með söfnunarkúlur og gáma víðs vegar um SV-hornið. Fólk er hvatt til að setja dósir og flöskur í kúlurnar sem eru við bensínstöðvar og stórmarkaði. Einnig eru gámar á þjónustustöðvum Sorpu. Þjóðþrif sækir einnig dósir og flöskur til heimila og fyrirtækja ef um eitthvert magn er að ræða. Leitið upplýsinga í síma 562 1390. Bandalag íslenskra skáta selur falleg skátaskeyti með texta að vali kaup- enda. Panta má skeytin í síma 562 1390 og eru þau póstlögð samdægurs. BÍS selur einnig minningarkort til styrktar skátastarfinu. Upphæð kort- anna rennur í nýstofnaðan Styrktarsjóð skáta. Panta má kortin í síma 562 1390. Ertu í vandræöum? Ef til vill gætu skátarnir hjálpað þér! Fáðu upplýsingar í síma 562 1390 S kátahr ey f ingin Með flnkkinn eða sveitina á Úlfljótsvatn í sumar Kæru skátar. Nú stendur til bjóða ykkur að koma á Úlfljótsvatn með skátaflokka og skátasveitir eina sér eða í hópum. Dagskrártilboð verða í boði fyrir hópa, bæði stóra og smáa. Það eina sem þarf að gera er að láta vita hvenær þið komið og við munum taka á móti ykkur. Félög eru hvött til að senda flokka og sveitir í tjaldútilegur til að undirbúa ykkur fyrir Landsmótið þannig að ekkert komi nú á óvart þegar á hólminn verður komið. Dæmi um dagskrártilboð: Spennandi tjaldbúðaverkefni, gönguferðir, langar og stuttar, sund í Ljósafosslaug, gúmmíbátasigling niður Hvítá, hellaferðir, ferð á Gullfoss og Geysi, þrautabraut, vatnasafarí, fjallahjóla- ferðir, flekasmíði,varðeldar, hestaferðir, náttúrupóstar, gróðursetning, o. fl. Dróttskátar og eldri: Boðið verður upp á kanó- og kajakahelgi í sumar þar sem þaulreyndir siglingamenn verða til skrafs og ráða- Skátablaðið — þitt blað

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.