Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1910, Side 26

Sameiningin - 01.03.1910, Side 26
22 tilboöi, veröa afleiðingarnar eins og átSr er skýrt frá — snautt eða logandi hjarta. Sá, er fyrir því verör, fyllist svo óvild til guðs, meg þvi hann reynir aö varpa sökinni á föSur ljósanna. Allir, sem komnir eru á stig þaS, sem hér er lýst, eru af frelsaranum fyrir munn postulans varaSir viS aS selja himneska réttinn dýrmæta fyrir stundaránœgju hatrsins fHebr. 12, 16). Kristr býðr oss lífsins vatnið, heilagt kærleiksorð sitt, sem útrýma mun öllum sársauka og trega hjartans um alla eilífS. Cambridge, io. Febr. 1910. Herra ritstjóri „Sameiningarinnar". í nr. 11 af xxiv. árgangi blaðs yðar fjanúar þ. á.j, bls. 341, far- ast yðr þessi’Orð um „piltinn, sem vann Cecil Rhodes verðlaunin og fer upp á þau til Oxford": — „Hann...........kann víst næsta lit'S í feðratungu vorri.‘‘ Eg gjöri helzt ráS fyrir, aS ..feðratungu vorri“ eigi aS merkja hiS satna og réttmælið „tungu feöra vorra“, og tákni þaS, seni á einföldu máli er nefnt íxíenzka eða íslcnzkt mál, eins og þeir tala það, sem á óbjagaöa íslenzku træla. Eg leiðist til þessarrar álykt- unar vegna þcss aS hér virðist ekki geta komiS til mála, að rœtt sé um aö kunna bað mál. sem er á sögunt vorurn, Eddum. lögum eSa öSrum bóklistum fcðra vorra. f>að mál er ekki tunga=mœlt mál feSranna, he'dr ritmál þeirra. Eg þekki af eigin reynd pilt |>ann, er hér rctíðir um — Skúla Johnson. Hann mælir á íslenzku eins létt og liðugt eins og íslend- ingar gjöra, sem til mín koma heiman af íslandi. Eg skrifast á við liann, og ritmál hans er einkennilega hreint. málsgretna frágangr allt eins eSlilegr eins og hjá flestum öðrum löndum.sem eg skrifast á við, og — réttritun blátt áfram í bezta lagi. Þessarra sannmæla eíast eg ekki, herra ritstjóri! að þér viljið fúslega lofa piltinum aS njóta. Eiríkr Magnússon. Betra er að vita rétt en hyggja rangt. Persónulega er eg ó- kunnugr hr. Skúla Johnson, en mér hafði einhvern veginn skilizt, er hann gekk hér í Wesley-skóla í Winnipeg, að hann myndi ekki kuntia mikiö í íslenzku. Svo er um ekki fáa landa vora hér um slóöir, þótt vel sé gefnir og námsmenn ágætir. Hins vegar var mér það kunn- ugt, aS ekki hafði hr. Skúli neitt átt viS íslenzkunám í skólanum hér. í fyrra var eg staddr á fundi íslenzka stúdentafélagsins í Winnipeg, þá er skólasystkin hans af þjóðerni voru kvöddu hann, tjáðu honum samfögnuS út af heiSri þeim hinum mikla á námsskeiS- inu, er honum hafði þá nýhlotnazt, og fœrðu honum gjöf til minja. Við þaS tœkifœri voru rœSur fluttar, og eins og jafnaSarlega i þeim félagskap töluöu rreSumenn á íslenzku. Þó voru í þetta skifti und- antekningar frá því: HeiSrsgestrinn sjálfr, hr. Skúli Johnson, hélt

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.