Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1910, Side 33

Sameiningin - 01.03.1910, Side 33
2Q umhverfðust svo aS eðlisfari, að eymdin varð að vana, og fær sálin þá í sig ótrúlega seigju. Klukkustuncl eftir klukkustund vatt tribúninn sér við í hœgindastólnum frá hœgri hendi til vinstri, án |ress neitt hið minnsta að sinna eymd þrælanna á róðrarbekkjunum; allt annað hugsaði hann heldr um. Hreyfingar þeirra, sem stöðugt voru með hinni mest reglubundnu nákvæmni og algjörlega eins beggja megin í skipinu, fóru innan skamms sökum tilbreytingarleysisins að vekja hjá honutn leiðindi, og hafði hann það þá sér til afþreyingar að virða sérstaklega fyrir sér einn og einn úr þeim hópi. Með rit- stýl sínum skráði hann sitthvað sér til minnis, setn hann haf'ði út á þann eða þann manninn að setja, með jjeirri ltugsan, að ef allt fœri vel, myndi hann meðal sjóræningj- anna, sem hann var að leita að, finna einhverja, sem betr væri hœfir til þeirrar þjónustu. Óþarft þótti, að þrælarnir, sem teknir voru á galeið- urnar og enga von höfðu um að losna þaðan fyrr en dauð- inn kœmi, væri úr því auðkenndir með persónunöfnitm sínutn; til þæginda voru þeir því venjulega merktir með tölu, er máluð var á bekkina, þar sem þeim var komið niðr. Og er hinn mikli maðr renndi nú hinum skarpskyggnu aug- um sínum frá einu sæti til annars beo'gja megin í skipinu, rak hann sig loks á töluna sextíu, sem eins og áðr hefir verið bent til átti eiginlega við síðasta bekkinn til vinstri handar, en sökum rúmleysis aftr í hafði það verið sett ofan við fyrsta bekk á fyrsta þrepi. Þar nam hann staðar. Bekkrinn, sem merktr var með tölunni sextíu, lá lítið eitt hærra en pallrinn, og að eins fáein fet á milli. t ljós- skímunni, sem gægðist gegn um járngrindina uppyfir þeim rœðara, gat tríbúninn all-skvrt séð manninn. Hann stóð uppréttr, nakinn eins og þeir félagar allir, að öllu öðru en því, að hann hafði belti um lendar. Sumt var þó, sem mælti með honum. Hann var ungr, ekki eldri en um tví- tugt. Hins vegar e'r þess að geta um Arríus fram yfir það, er áðr hefir verið um hann sagt, að hann var ekki að eins hneigðr til teningadufls, heldr bar hann og frábærlega gott skyn á líkamsvöxt manna; og er hann var á landi, lagði hann það i vanda sinn og hafði af því mikla ánœgju að sœkja skylmingaskólana til þess að sjá frægustu afl- raunamenn og fá tœkifœri til að dást að þeim. Það hafði komizt inn í hann, vafalaust frá einhverjum, er veitti til- sögn í þeitn íþróttum, að afl væri engu síðr komið undir eðli vöðva en því, hve mikið fœri fyrir þeim, svo og það, að til góðrar framkomu útheimtist sterk hugsan fullt eins mikið og líkamlegt afl. Og þar sem þessi hugmynd hafði inn í hann runnið og hann vildi allt af vera við hana að

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.