Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1910, Page 7

Sameiningin - 01.07.1910, Page 7
135 Svo sem að sjálfsögðu vail frá öndverðu til í ís- lenzku þjóðlífi mótblástr gegn sannindum kristinnar trúar, ímugustr andspænis breinni og ákveðinni kenn- ing guðs orða einsog liún liggr fyrir oss og heimi öllum í lieilagri ritning vorri. Vér þekktum til þessa áðr en vér fluttumst burt frá ástkærri ættjörð vorri — íslandi. Og vér urðum þess aftr og aftr varir á fyrstu landnáms- árunum hér — áðr en vér bundumst þessum trúarlegu félagsböndum. En þá fyrst, er kirkjufélagið var orðið til, rákum vér oss verulega á þann andlega kuldastraum. Upp frá því fór vantrúin áþreifanlega að koma fram úr þokunni, — ýmist í þessarri mynd, vmist í annarri. Eétt einsog jakarnir—borgarís-brotin—, sem nálega ávallt má sjá í Atlanzliafi suðaustr af Nýfundnalandi, á þeim stöðvum, þar sem (íolfstraumrirm mœtir kalda straumn- um norðan úr Ishafi. Sumar myndirnar undr Ijótar, ömurlegar, andstyggilegar—fyrir alla með nokkurri trú- artilfinning óskaplega fráfælandi; sumar aftr á móti með miklu skaplegri áferð, jafnvel stundum aðlaðandi, ísmeygilegar, töfrandi; — en allar að því leyti eigandi sammerkt, að í þeim bjó andi, sem hataðist við hinn hreina kristindóm biblíunnar. Menn voru ef til vill hvað mest að hugsa um frið — andlegan, trúarlegan frið manna á milli eða íslenzkra byggða á milli — rétt áðr en kirkjufélagið var sett á stofn. Og til þes-s að tryggja fólki voru þann frið vildu líklega flestir, að félagsmynd- an sú kœmist á. En það bar nærri því meir á ófrið en frið upp frá því, er söfnuðir vorir bundust á þann hátt saman. Meira að segja: ófriðrinn, sem reis upp um þetta leyti í vestrbyggðum íslendinga, stafaði áreiðan- lega af kirkjufélaginu, ýmist beinlínis eða óbeinlínis. Hér var risinn upp flokkr manna með skýrri og skilmerkilegri stefnuskrá, fast ákveðinn í því að ná sér niðri í öllum íslenzkum byggðum og leggja þær andlega undir sig, eða öllu heldr undir drottin vorn og frelsara Jesúm Krist. Á móti öllu, sem kom í bága við þá stefnu, hafði flokkrinn heitbundið sig að berjast, og auðvitað var margt og mikið í þjóðlífi voru af því tægi. „Oss er um flokk þennan kunnugt, að honum er allsstaðar mót-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.