Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1910, Page 20

Sameiningin - 01.07.1910, Page 20
148 mánuði byrjaði, er víst að ytra frágangi vandaðasta rit- verk, sem Vestr-lslendingar hafa enn af liendi leyst. í nefndinni, sem á þinginu í fyrra var kosin til þess að koma slíku riti út á árinu, voru þessir þrír menn: séra Björn B. Jónsson, forseti kirkjufélagsins, séra Friðrik Hallgríms- son og hr. Friðjón Friðriksson, og hafa þeir lagt allt kapp á að vanda verk verk sitt sem bezt. Bitið er 78 bls. í stóru áttablaða-broti á húðsterkan og Ijómanda pappír, að meginmáli með spán-nýju stóru 0g fögru letri, handsettu; titilblaðið með rauðu og bláu prenti; kápan ákaflega þykk og smekkleg. Ritið við kjöl gegnum dregið silkismiru. Verð að eins 50 ct. Fyrsta ritgjörðin, Mmningar, eftir séra Björn B. Jóns- son, er með skáldlegri lyfting. Þar næst eru Hátíðar- Ijóð við 25 ára afmælis minning kirkjufélagsins íslenzka hér, eftir séra Valdemar Briem. Er þar fyrst Inngöngu- vers—faðir vor; þá þáttr með fyrinsögninni: (1) Yfir hafið; þá annar þáttr: (2) 1 eyðimörkinni; þá (3) Landið unnið; þá (4) Musterið; þá (5) Ríkið skiftist; þá (6) Útlegðin; þá (7) Fyrirheitin rætast. Og loks: Útgöngu- vers, sem fagrlega og heppilega endar á orðum Lúters hinum ógleymanlegu á þinginu í Worms: „Hér stend eg — eg get ekki annað. Guð lijálpi mér. Amen.‘ ‘ í sinni tegund eru ljóð þessi meðal þess allra bezta, sem skáld- konungrinn að Stóranúpi hefir orkt á æfi sinni. Sér- staklega er skáldskaparverk þetta hið dýrjnæta merki- legt að því, hve dásamlega höfundinum hefir tekizt að lifa sig inn í trúarlífsbaráttu hins litla ísl. kirkjufélags hinum megin á jarðarhnettinum á liðnum aldarfjórð- ungi og láta það, sem oss hefir búið í brjósti, koma út teinrétt og alskýrt. Þessu næst er megin-ritgjörð um Kirkjufélagið eftir nefndarmennina tvo, þá séra B. B. J. og hr. Fr. Fr. í fjórum þáttum — lang-lengsta ritgjörðin. Það er yfirlit yfir sögu kirkjufélagsins og starf. Fyrst er þar ritað um kirkjumál landnámsmanna; þar næst um stofnan félagsins; þar næst um vöxt þess 0g viðgang; og loks um helztu starfsmál þess. Tvær æfiminningar fara þar á eftir — þeirra séra

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.