Sameiningin - 01.07.1910, Side 23
hann ekki tekið gilda úrsögn Foam Lake safnaSar, ekki heldr Pem-
bina-safn. og r>ingvallasafn. fEyford'J, því aö áliti forseta voru þær
úrgöngur móti lögum sjálfra þeirra safnaöa. — Söfnuöir kirkjufé-
lagsins teljast nú 40. Viö þaö, er Garöar-söfnuör hafði þaö fram í
fvrra sumar að ganga út úr kirkjufélaginu, sleit hópr manna sig frá
þeim söfnuöi og myndaði sérstakan söfnuö—Lúterssöfnuð; sókti
söfnuðr sá nú um inngöngu í kirkjufélagið, og var honum veitt inn-
ganga, og erindsrekum þeim tveim, er þaðan komu, full þingréttindi.
Prestar kirkjufélagsins eru nú þrettán. En einn þeirra, séra
Pétr Hjáímsson, gat þó ekki komið. Hann býr sem kunnugt er afar
langt frá Winnipeg—að Markerville í Islendinga-byggðinni í
Alberta.
Tveir trúboðar, frá prestaskólanum lúterska í Chicago, sem nú
einsog áðr starfa fyrir kirkjufélagið, hr. Haraldr Sigmar og hr.
Carl J. Ólson, sátu á kirkjuþingi þessu auk prestanna með úillum
þingréttindum.
Þótt Pembina-söfn. og Þingvallasöfn. hefði með atkvæðafjölda
samþykkt að segja skilið við kirkjufélagið, sendu þó minni hlutar
þeirra safnaða erindsreka á þing, og fengu þeir erindsrekar viðr-
kenning. Þeir, sem sendu þá brœðr, kröfðust þess, að við hóp
þeirra yrði kannazt sem hinn rétta söfnuð. Að því er Þingvallasöfn-
uð snertir veitti þingið þá viðrkenning. En þingið fól forseta
kirkjufélagsins og skrifara að rannsaka, hvernig stœði á úrgöngu-
samþykktinni í Pembina-söfnuði, því skilríki þóttu þar ekki nœgi-
leg fyrir hendi.
Erindsrekarnir frá söfnuðunum, sem sæti var veitt á þinginu,-
voru 43 alls.
Forseti kirkjufélagsins, séra Björn B. Jónsson, var endrkosinn
í einu hljóði, eins skrifari, séra Friðrik Hallgrímsson; féhirðir var
hr. Jón J. Vopni kosinn einnig í einu hljóði. Áðr gegndi þvi em-
bætti hr. Elis Thorwaldson, forseti hins úrgengna Víkrsafnaðar.
Vara-embættismenn eru: séra N. Steingr. Þorláksson, v.-fors., séra
Kristinn K. Ólafsson, v.-skr. fþeir báðir áðr), og hr. Friðjón Frið-
riksson, v.-féh. -
Helztu mál á dagskrá þessa þings voru: heima-trúboð, heiðL
ingja-trúboð, skólamál, tímarit kirkjufélagsins; auk þess lokið við
endrskoðan grundvallarlaganna og safnaðarlaga (til leiðbeiningar
nýjum og gömlum söfnuðum félagsinsj.
Annan þingdaginn, laugardag, að kvöldi var guðsþjónusta sér-
stök helguð heimatrúboðinu; prédikaði þá séra Jóhann Bjarnason
og hafði fyrir texta þessi orð í Pg. 16, 30. 31: ,,Hvað á eg að gjöra
til þess eg verði hólpinn? — Trúðu á drottin Jesúm Krist; þá verðr
þú hólpinn og þitt hús
Heima-trúboði kirkjufélagsins verðr hagað einsog að undan-
förnu undir umsjón sérstakrar þriggja manna nefndar. 1 hana var
nú—að nýju—kosinn séra Rúnólfr Marteinsson, en kjörtíð hinna