Sameiningin - 01.07.1910, Qupperneq 31
!59
a’ðist aS kenningum Swedenborgs-lærisveina, en var þó lútersku
kirkjunni ávallt vinveittr.
Margrét Óldfía Ólafsdóttir, eiginkona Bjarna SigurSssonar aö
Stony Mountain ffrá Arnarstapa í Mýrasýsluj, andáSist í Winnipeg
4. Júní, sjötíu ára gömul, margra barna móSir og mikilsvirt kona.
Frá Argyle-byggð.
28. Janúar síSastl. andaSist á heimili Páls sonar síns aS Brú
Andrés Jóhanncsson. Hann var fœddr í HéSinshöfSa á Tjörnesi 10.
Okt. 1844. Gekk 1869 aS eiga ekkjuna ValgerSi Björnsdóttur. Þau
bjuggu tuttugu fyrstu hjúskaparárin heima á íslandi, en fluttust 1889
hingaS til lands, og settust þá aS hér í byggSinni; hér dvöldú þau á
vegum barna sinna þaS, sem eftir var æfinnar. Andrés heitinn var
reglumaSr mikill í öllu, bókelskr mjög, fremr fáskiftinn, en vinr vina
sinna. HeilsubilaSr var hann síSustu árin, en ekki varS þó banalega
hans nema tveir dagar. Hann var meSlimr FríkirkjusafnaSar, og
var jarSsettr í grafreit þess safnaSar 1. Febr.
Sex vikum tæpum síSar (10. MarzJ andaSist kona hans Valgerðr
Björnsdóttir. Hún veiktist sama daginn sem hann dó, og reis ekki
úr rekkju eftir þaS. Hún var fœdd á MeiSavöllum í Kelduhverfi
11. Ágúst 1835. Átján ára gömul giftist hún Sigvalda Magnússyni,
og voru þau átta ár í hjónabandi. Þeim varS fimm barna auSiS;
tvö þeirra dóu ung, en þau, sem lifa, eru: Björn Walterson, Jósef
Walter og Halldóra, kona Brynjólfs Gunnlaugssonr hér í byggSinni.
Átta árum síSar giftist hún aftr, Andrési Jóhannessyni. Börn
þeirra voru fimm; tvö misstu þau ung heima á íslandi, en hin þrjú,
sem hingaS fluttust meS þeim og öll eiga heima hér í byggSinni, eru:
Karólína Rannveig, kona Þorfinns Jóhannessonar, og þeir brœSr
Jóhannes og Páll. ValgerSr heitin naut alla æfi góSrar heilsu og
var mesta dugnaSarkona; IjósmóSurstörfum gegndi hún lengi, bæSi
heima á íslandi og hér, og fórst henni þaS mjög vel; hjartagóS var
hún og sá ekki í þaS aS leggja eigin hagsmuni í sölurnar, þegar
aSrir þurftu aSstoSar hennar viS. Hún var jarSsett í grafreit Frí-
kirkjusafnaSar 13. Marz síSastl.
GuSmundr Halldór Björnsson, sonr Björns bónda Björnssonar
á Grashóli, andaSist 23. Febr. síSastl., 26 ára gamall. Hann var
mestan hluta æfinnar'mjög bilaSr á heilsu, en bar þjáningar sínar
meS stakri þolinmœSi. Hann vari greindr vel, mjög gefinn fyrir
bœkr og hljómlist og skrifari góSr; af trúuSum foreldrum lærSi
hann í œsku aS leita huggunar fagnaSarerindisins í mótlæti sínu.
Hann tilheyrSi FríkirkjusöfnuSi.
Jón Þorsteinsson frá Hólmi og kona hans urSu fyrir þeirri sáru
sorg aS missa 16. Febrúar síSastl. einkadóttur sína, Láru, tæplega
hálfs árs gamla
Kirkja FríkirkjusafnaSar er nú komin undir þak.