Sameiningin - 01.06.1911, Side 5
^anmmngin.
Mánaðarrit til stuð'nincjt kirkju og kristindómi ítlsndinga.
gefið út af hinu ev. lút. kirkjufdagi 1*1. i Vestrheimi
RITSTJÓRI JÓN BJA21NAS0N.
XXVI. árg. WINNIPEG, JÚNÍ. 1911. Nr, 4
Kristinn maðr í kristnum söfnuði.
Eftir séra Búnólf Marteinsson.
Háttvirti Titansafnaðamiaðr !
Eg nota eintölu í ávarpi, en utansafnaðarmennirn-
ir era margir, og þegar eg nefni einn, er eg að tala við
alla fslendinga utan safnaðar í Canada, og Bandaríkj-
um, sem búa á svæðum, þarsem nú eru íslenzkir, kristn-
ir söfnuðir.
Jæja, vinr! oft hefi eg hitt þig; oft liöf.um við ta.lað
salnan ; oft, liefi eg ldustað á ástœður þínar fyrir því
að vera ekki í söfnuði. Nú langar mig til að rœða í
bróðerni við þig það helzta, sem eg hefi á ýmsum tímum
lieyrt þig segja máli þínu til stuðnings. En til þess að
sýna þér ekkert ranglæti verð eg að kannast við, að þeg-
ar eg’ hefi átt samrœður við þig um þessi efni, hefir þií
jafnaðarlega varið málstað þinn með stillingu og hóg-
værð. Það sæti því ekki á mér, að fara í þessu bréfi
útí neinn ofsa. Eg vonast til, að eg geti rœtt um þetta
mál við ])ig með ailri rósemi.
Aðr en eg nefni þau sérstöku atriði, sem eg man
eftir að bú liefir borið fram gegn því að vera í söfnnði,
langar mig til að minnast lítið eitt á mótbáru, sem stund-
um hlýtr að Iiafa verið í huga þínum og snertir grund-
vallaPeðli þessa máls, ])ótt þú, ef til vill, ekki hafir látið
hana í ljós í ákveðnum orðum. Mótbáran er svo hljóð-
andi: Hvílir nokkur skylda á kristnum manni til
að vera í kristnum söfnuði1? Er ekki algjört trúar-