Sameiningin - 01.06.1911, Qupperneq 8
IOO
fœrt að vera í kristnum söfnuði. Og skal eg nú athuga
orðrétt það, sem þú segir:
Eg verð ekkert betri maðr, þó eg gangi í söfnuð —
segir þú. All-örðugt finnst mér það sé fyrir þig að
staðliœfa þetta. Það er enganveginn svo hœgt sem þér
rétt á þessu augnabliki sýnist, að leggja gœði sálar þinn-
ar á metaskálar og mæla nákvæmlega, live þung þau eru.
Ekki lieldr er það neinn liœgðarleikr að greína sundr
gœði sálarinnar til að vita, hve mikið hefir runnið þang-
að inn af einhverri sérstakri orsök. Vér þurfum ekki
ætíð að ver,a að liugsa um, live mikið gott vér sjálfír
höfum af því, sem fyrir oss liggr að gjöra. Vér þurf-
um að vita, hvort það er rétt, með öðrum orðum: hvort
það er vilji guðs. Ef vér sannfœrumst um það, þurfum
vér ekki eftir neinu framar að spyrja. Sértu ráðvandr
maðr og vel kristinn, og búist ekki við, að þú takir nein-
uni framförum við að ganga í söfnuð, má vera, að þú
með því að vera lifandi, starfandi meðlimr kristins
safnaðar getir stutt að því, að einhver annar verði að
betra manni. Annars er eg hræddr um, að ef þú verðr
ekkert betri maðr við það að vera í söfnuði, þá sé það
þér sjálfum að kenna, en ekki söfnuðinum. Eg hefi það
fyrir satt, að öll andleg viðleitni manns til að gjöra það,
sem rétt er, hljóti að efla hið góða í sálum þeirra.
Kœmir þú inní aldingarð, auðugan af ágætum ávöxtum,
og þér væri boðið að njóta ávaxtanna, en þú vildir ekki
snerta neinn þeirra, þá mættir þú ekki kenna aldingarð-
inum um það, heldr sjálfum þér. Hver einasti kristinn
söfnuðr er aldingarðr, og aldini hans eru tœkifœrin, sem
þar veitast mönnum til jiess að láta gott af sér leiða.
Hættu, vinr! að vera alltaf að hugsa um sjálfan þig.
Það kemr jafnvel stundum fyrir, að menn liugsa of
mikið um svndir sínar. Láttu þér koma í hug, að þú
getir gjört eitthvað öðrum til góðs. Fylgdu dœmi
lausnara þíns, sem ekki kom hingað á jörð til þess að
láta ]ijóna sér, lieldr til þess að þjóna öðrum og láta líf
sitt tií lausnargjalds fvrir marga. Yertu þess vís, að
það er rétt fyrir þig að ganga í kristinn söfnuð og
L