Sameiningin - 01.06.1911, Síða 10
102
Biblían og ‘kritíkin nýja.
Eftir dr. Bettex, prófessor í Stuttgart á Þýzkalandi.
(Niðrlag.)
Biblíu-‘kritík’ sú, sem nú er um aÖ rœða, liefir
meðferðis lokkauir fyrir frœðimanninn; liún lætr mikið
af sér í munni margra liáskólakennenda, og þjóðráð
þykir ýmsum að íleygja þeim kenningum út í alþýðu-
fyrirlestrum. En er reiðarslög almáttugs guðs dynja
yfir mannlega sál, þegar örvænting liefir þar náð sér
niðri útaf missi alls, sem maðrinn unni hugástum,
þegar í sálinni rís upp sár minning þess, bvernig maðr
hefir með illum afglöpum glatað lífi sínu, eða þegar
einhvér liggr dauðvona á sóttarsæng með ljósri með-
vitund um nálægð eilífðarinnar og þarf allra-mest á
frelsara að halda, — þá sýnir það sig í algleymingi, að
þessi nýtízku-trúaarbrögð eru að engu nýt. 1 bœnum
Genf átti einn þessarra nýju guðfrœðinga fyrir nokkru
að búa undir dauðann ungan mann, sem dœmdr hafði
verið til lífiáts fvrir morð og rán. En liann fœrðist
undan og sagði í hreinskilni: „Felið einhverjum öðr-
um þetta hlutverk, því eg liefi engan boðskap að flytja,
þann er.manni þessum komi að nokkru liði.“ Engin
huggun í þeirri átt fyrir syndum lilaðna sál. Prestr
einn með rétttrúnaðinum gamla var því fenginn, og
aumingja-maðrinn dó, enda þótt morðingi væri, í sátt
við guð fyrir fórnarblóð Krists.
En setjum nú svo, að allar kenningar biblíu-
‘kritíkar’ þessarrar væri sannar, hvað myndi það gagna
oss ? Næsta illa værum vér þá farnir. Vér einsog sæt-
um þá á rústum eyddra mustera og niðrbrotinna altaria
—hafandi ekkert oss til fagnaðar, er vér litum til eilífð-
arinnar, enga von eilífs lífs, án guðs oss til hjálpar, án
syndafyrirgefningar, með ömurlegTim tilfinningum og
hugar-ringli, eigandi þess engan kost að þekkja neitt
framar eða trúa því. Getr annar eins skilningr á
heimstilverunni verið réttr 1 — önnur eins lífsskoðan,