Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1911, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.06.1911, Blaðsíða 15
107 að hefir um ])etta og skrifað þetta, og vér vitum, að lians vitnisburðr er sannr“ (21, 24). Þeir einu af postulunum, sem viðstaddir voru, er at- burðr sá gjörðist, er sagt er frá í síðasta kapítula guð- spjallsins, voru: Pétr, Tómas, Jabob og Jóhannes. Ólíklegt er í hæsta máta, að Tómas hafi verið Jesú handgengnastr allra postulanna, enda var hann að öll- um líkindum dáinn áðr en guðspjallið var ritað, og verk- svið hans alls ekki í grennd við Efesus. Hvorki Pétr né Jakob ritaði guðspjallið. Jóliannes er sá eini, sem eftir er. Hann er því „lærisveinninn, sem Jesris elsk- aði“ og höfundr guðspjallsins (21, 24). Sumir halda því fram, að Natanael (Bartólómeus) liafi og' verið postuli. En jafn-ólíklegt er, að liann hafi verið „lærisveinninn, sem Jesús elskaði“ einsog Tómas. Sömu ummæli og sömu ástœður gilda um báða. Þá tvo lærisveina, sem ekki eru nafngreindir (21, 2), er alls ó- þarft að minnast á í þessu sambandi. Þótt ekki liafi eg fœrt fram í þáttum þessum allt ]>að, sem finna má ]>ví til sönnunar, að Jóliannes postuli hafi ritað fjórða guðspjallið, lýk eg liér umrœðum um það efni; ]>ví eg hygg, að nóg hafi verið tilfœrt til að sanna það hverjum óhlutdrœgum manni, sem leitast við að komast að sannleikanum í þessu efni. Sterk gagn- rök er ekki unnt að finna, þótt nóg sé til af getgátum og ímvndunum um það efni, sem allar enda á spurningar- merki. Jafnvel það er sönnun fyrir ritvissu guðspjalls- ins ; því vitanlegt er, að þótt hárrétt sé rökrœtt, verðr niðrstaðan tvírœð og röng, ef grundvölMnn er rangr, sem á er bvggt. Þeir, sem neita því, að Jóhannes ha.fi ritað guðspjallið, koma sér ekki saman um höfund. Þetta útaf' fyrir sig er Ijóst dœmi þess, að „ervitt er að spyrna á móti broddunum.“ IX. í undanförnum þáttum hefi eg leitazt við að sýna, að fjórða guðspjallið hafi Jóhannes postuli fœrt í letr. Fátt eitt hefi eg minnzt á af því, sem fram má fœra sem sannanagögn í því sambandi.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.