Sameiningin - 01.06.1911, Side 30
122
þjóðarinnar og sá háski, sem yfir vofir (ig. v.); les 5. Mós. 28; —
syndin leiSir ávallt til ógæfu. — 2. Konungrinn biðr guS um upp-
lýsing 20.-28. v.). — 3. Allr lýðrinn fer að nýju að kynna sér lög-
iýsing (20.-28. v.) — Menn þurfa að heyra orð guðs. — 4. Fólkið
iðrast og lofar að bœta ráð sitt ($1. 32). Ekki nóg að heyra- orð
guðs,, heldr leyfa því að hafa áhrif á sig og breyta eftir því. — 5.
Algjört afnám hjáguðadýrkunar og siðbót um allt ríkið (33). — 6.
Musteris-guðsþjónustan endrreist 35. kap.ý.
Látum ekki guðs orð týnast eða gleymast; lesum það, hugsum
um það, lærum af því og lifum eftir því.
1 staðinn fyrir sameiginlegan bikar fyrir alla við útdeiling
kvöldmáltíðar-sakramentisins eru nú í Fyrstu lútersku kirkju i
Winnipeg hafðir sérstakir smá-bikarar fyrir hvern altarisgest.
Breytingin stafar öllu öðru fremr af hræðslu sumra við sýking af
tæring eða öðrum næmum sjúkdómum, sem fyrirkomulagið við út-
deiling, það er áðr hefir tíðkazt, getr haft í för með sér. Eftir
fyrirkomulaginu nýja var fyrst farið nú á hvítasunnu, en þá er
venjulega aðal-altarisgangan í þeirri kirkju á árinu — í sambandi
við ferming ungmenna. Hefir aldrei áðr í sögu safnaðarins eins
margt fólk verið til altaris í einu. Svo safnaðarfólk fælist víst
ekki þessa nýbreytni.
Abraham Abrahamsson, sonr Friðriks Abrahamssonar og konu
hans í Pipestone-byggð, Man., andaðist í Winnipeg 31. Maí. Varð
fyrir slysi voðalegu hér í bœnum fyrir einum sex árum, varð úr því
máttvana í neðra hluta líkamans, og dó af afleiðingum þeirrar bil-
unar. Bar mótlætiskross sinn með dásamlegu hugrekki og gekk á
móti dauðanum vonglaðr í trúnni á frelsarann. Var fœddr 6. Júlí
1885. Líkið var flutt vestr til greftrunar í nágrenni heimilis hans
hins jarðneska.
BEN HÚR.
Fjórða bók. (Framhald).
Á þessuni stað varð hópr manna fyrir þeim, og þrengdu
þeir sér þar i gegn; þá sá Ben Húr bunu svalanda vatns,
sem frá toppnum á steini einum streymdi í svarta marmara-
skál og varð þar að vellandi og freyðandi iðu, en hvarf
svo einsog niðrum sýgil.
Við skálina undir smáboga, sem högginn var innt stein-
vegginn, sat prestr, gamall, skeggjaðr, hrukkóttr, klæddr í
munkakápu, og leit hann að öllu leyti út einsog einsetumaðr-
® Af tilburðum manna þeirra,, sem þar voru staddir, var A