Sameiningin - 01.07.1911, Síða 8
136
inná, betr en þeir virðast gjöra. Ef þeir gjörði það,
ætti þeir að sjá djúpið, sem staðfest er milli þeirra og
vor. Svo finnst oss. Og ef þeir elska sannleikann,
eins og þeim er annt um að trúað sé nm þá — því
svo oft minnast þeir á það —, þá ætti þeir ekki að
draga slœðu yfir djúpið, og villa sjónir fyrir fólki.
Þeir ætti að tala allan sannleikann, og lofa fólki að velja
eða liafna stefnn þeirra með sem bezt opnnm augnm.
Svona hættir oss til að líta á, og iiafa fyrir satt, að þeir
sé að blekkja fólk gegn betri vitund.
En ekki þarf það að vera, þótt vitaskuld geti óein-
lægir menn verið þar innanum og lævísir, einsog
annarsstaðar. Hœgt er að villast inná gagnstœða stefnu
án þess að vita af djúpinu, er stigið liefir verið yfir. 1
þoku má fara. Og smásaman verðr breytingin og í
þeirri trú, að skift sé aðeins um ham eða úr hýði skrið-
ið. Flutt sé af lægra stigi uppá hærra. Úr minna
ljósi gengið inní meira. Frá sjón barnsins þroskazt
til sjónar fulltíða manns. Og þeir, sem ekki hafa stigið
yfir, heldr stokkið, til þess að vera í tölu „frjálsra
manna“, geta svo hœglega unnið sig uppí þá slcoðun á
sjálfum sér, sem er svo bugðnæm fyrir lioldiÖ, að þeir
hafi þroskazt þetta litla, og sé því orðnir þetta á undan
þeim, er standa vilja í sömu sporum og „leita ekki sann-
leikans.' ‘
Engan þarf að furÖa, þótt mönnum, sem þannig
hafa þroskazt, liverfist sjón á stefnu þeirri, sem þeir áðr
fylgdu, og mönnum liennar. Sjálfir eru þeir komnir
svo hátt. Hinir verða um leið svo smáir, einsog dverg-
ar, sem haldast við í fjöllum, en ekki uppá þeim, eða
einsog krypplingar, er hálfþroskast, eða einsog tröllin,
sem storkna og verða að steinum við sólroð hinnar nýju
aldar. Að vonum þykir þeim þá minnkunn að fornu föru-
neyti og fornri stefnu. Gjöra þá sem minnst úr þeim
mönnum, en stefnunni rangsnúa þeir og gjöra úr skrípa-
mynd, til þess að hafa af sér allan grun um, að þeir hafi
nokkurn tíma fvlgzt þar með. Föruneytið forna hafi
breytzt. Hafi þroskazt í öfuga átt og sé flúið undir
fald löngu liðinna alda. Þeim sé um sundrungina og