Sameiningin - 01.07.1911, Síða 27
155
þar var hann 37 ár í varðhaldi (2. Kon. 25, 27-30,); meS honum
voru fluttar til Babýlon tíu þúsundir manns, þar á meöal Esekí-
el. — Þá tók við stjórn Zedekías, bróöir hans, ófoýtr maðr, síS-
asti konungr Júdaríkis. Á stjórnarárum hans spilltilst þjó"Sin
enn meir. En jeremías lét ekki af aS áminna og prédika aftr-
hvarf. — Á 9. stjórnarári sínu gjörSi Zedekías uppreisn gegn
Nebúkadnezar, í þeirri von, sem brást (sbr. 7. v.J, að Egyptar
myndi hjálpa honum. Þá kom Nebúkadnezar aftr og settist um
Jerúsalem. Um það leyti gjörist þaö, sem sagt er frá í þess-
arri lexíu; ástandið í borginni var hörmulegt, — vistaskortr og
drepsóttir. Hálfu ööru ári síðar féll Jerúsalem fnæsta lexíaj.
Á meðan Nebúkadnezar hvarf frá Jerúsalem um stúnd, til
þess að fara á móti Egyptum (11)., fóru margir útúr borginni
í því skyni að draga að vistir og í öðrum erindum. Jeremías
ætlaði að fara snögga ferð til átthaga sinna, en var grunaör um
landráð og set-tr í varðhald. Höfðingjarnir voru honum reiðir
fyrir bersögli hans. Sá, sem rekr erind'i sannleikans, má vera
vi'ði ofsóknum búiinn (úninnistextinnj.
Lexia 27. Ágúst 1911: Fall Júdaríkis —Jerem. 39. kap.
1. En er Jerúsalem var unnin (a 9. ríkisári Zedekíasar Júda-
konungs, í tíunda mánuðinum, kom Nebúkadnezar Babel-konungr
og allr ihans her til Jerúsalem, og luiktu þeir um hana; 2. en á
II. ríkisári Zedekíasar í fjórða mánuðinum, 9. dag mánaðarins,
var brotið skarð inní borginaj, 3. þá komu allir höfðingjar Ba-
bel-konungs og settust í Miðhliðiö: þeir Nergal-Sarezer, Samgar-
Nebú, Sarsekim hirðstjóri, Nergal-Sarezfir yfirræðismaðrogallir
hinir höfðingjar Babel-konungs. 4. En er Zed'ekías Júdakonungr
og allir hermennirnir sáu þá, flýðu þeir og fóru um nóttina útúr
borginni, veginu, sem liggr útað konungsgaröinum og gegnum
hliðið milli beggja múranna og héldu leiðina til sléttlend'isins.
5. En her Kaldea veitti þeim eftirför og náði Zedekíasi á Jeríkó-
völlum; tóku þeir hann og fluttu hann til Ribla í Hamathéraði
til Nebúkadnezars Babel-konunigs; hann kvaö upp dóm hans. 6.
Lét Babel-konungr drepa sonu Zedekíasar í Ribla fyrir augum
hans; sömuleiðis lét hann drepa alla tignarmenn Júda. 7. En
Zedekias lét hann blindá og bihda eirfjötrum, til þess að flytja
hann til Babel. 8. En konungshöllina og hús lýðsins brenndu
Kaldear i eldi og rifu niðr múra Jerúsalems. 9. En leifar lýðs-
ins, þá er eftir voru í borginni, og liShlauparct, þá er gengiS
höfðu í lið með honutn, og leifar lýðsins, þá er eftir voru. her-
leiddi Nebúsaradan lífvarðarforingi til Babel; 10. en af almúga-
mönnum, sem ekliert áttu, lét Nebúsaradan lífvarðarformgi