Sameiningin - 01.07.1911, Síða 22
150
falliS burt nafn Mrs. Ingibjargar Magnússon, sem er í djákna-
nefnd þess safnaSar. Jóh. B.
Arni Þóröarson, mjög vel kynntr og mikils metinn ibóndi í
ÁrdalsibyggS, lézt á x\lmenna spítalanum í Winnipeg 27. Apríl
síSastl., 48 ára gamall. Bœtr eftir sig ekkju, Valgerði Þóröar-
dóttur, og eitt ibarn. Árni var einn af góiSú safnabarmönnun-
um í ÁrdalssöfnuiSi og í djáknanefnd safnaðarins, er ihann dó.
Hann var og smiiSr ágætr. Var áformað, að hann yrði yfir-
smiðr kirkju þeirrar, er reisa á í Ártoorg. Árna heitins mun
mjög vera saknað af brœðrum og systrum í söfnuðinum og af
fólki öllu þar í byggð. Jarðarför hans fór fram 3. Máí í graf-
reit Árdalssafnaðar að viðstöddu fjölmenni. Jóh. B.
Guðbcrt Bergsveinn Albertsson, piltr 16 ára gamall, andað-
ist á heimili foreldra sinna, Flugumýri í Mikleyt, 5. Febr, Var
fermdr með öðrum ungmennum í kirkju Mikleyjarsafn. vorið
1909. Hann varð kristilega við dauða sínum þótt ungr væri;
dó 'biðjandi og trúaðr á Jesúm, sem frelsara sinn og drottin.
Jóh. B.
26. Apríl lézt Jónína Jóhannesdóttir JJónssonar í Víðnesi við
ísl.fljótj, eiginkona Jóhannesar Helgasonar bónda á Reynivöll-
um við Fljótið, aðeins 35 ára. Þjáðist í meir en tvö ár af
krahbameini í brj'csti. Var allt hugsanlegt reynt ihenni til lækn-
inga, en það kom fyrir ekki. Lætr hún eftir silg fimm börn,
öll í œsku. Sjúkdóm sinn bar hún með frábæru þreki og still-
ing og var innilega þakklát manni sínum fyrir þá nálcvæmni og
hluttekning, ,sem hann sýndi henni gegnum allt sjúkdómsstríðið.
Hún tók dauða num einsog guðs barn og bjó sig kristilega undir
burtförina. Fjöldi manns fylgdi lí'ki ihennar til grafar, harm-
andi, að þún svo snemma varð að hverfa burt frá bömunum
sínum ungu. Jóh. B.
Magðalena Jónatansdóttir, frá Sólheimum í Haxárdal í
Dalasýslu, eiginkona Magnúsar Jónssonár í Odda í Geysisbyggð,
andaðist á Almenna spítalanum i Winnipeg 3. Apríl eftir ný-
afstaðinn bamsburð. Var góð kona og vönd'uð að dómi þeirra,
er þekktu. Lík hennar og barnsins voru flutt norðr til Nýja
íslands og greftruð þar hinn 10. að viðstöddu mörgu fólki, vin-
um og vandamönnum lengra og skemmra að. Jóh. B.
Vilborg Amundadóttir, ættuð úr Borgarfirði, kona Flíasar
Jóhannessonar á Gimli, lézt á heimili móður sinnar, Mrs. Jón-
ínu S. Gislason, í Mikley 24. Maí, 26 ára gömul. Þjáðist síð-
astl. fjögur ár af magnleysi. Missti algjörlega mál, en var