Sameiningin - 01.07.1911, Blaðsíða 11
139
um lund til þess að vera á trúvillu-veiðum, ef um slíka
rœðu li.iá íslenzkum presti liefði sag’t verið, að boðaðr
væri þar nýr kristindómr eða aðal-efninu liefði verið
stungið undir stól. Hræddr er eg um það. Föstu-
rœður hafa verið fluttar íslenzkum almenningi, þarsem
gengið var framhjá hjartamáli kristindómsins. Eng-
inn, sem sjálfr liafði reynt, að hjartamál kristindómsins
er friðþægingarboðskapr hans og sterkasta afl hans til
lífs í honum fólgið, gat fengið nokkra nœring fyrir
innsta trúarlíf sitt í þeim rœðum, en lúaut að finna sárt
til þess, að ef rœðurnar áttu að flytja evangelíum drott-
ins, þá gáfu þær steina fyrir brauð. En samt sem áðr
varð einn mikilsvirtr íslenzkr guðfrœðingr svo hrifinn
af þeim, að liann sér til sálubótar las þær upp aftr og
aftr. Prestrinn þýzki tók aðfinnslunni vel, þótt honum
yrði hverft við, og sá réttmæti liennar. Hann hafði
iifað í sjálísblekking. Nú opnuðust á honum augun.
Enda kom aðfinnslan frá persónu, sem honum þókti
vænt um og hann virti.
Mér datt þá líka í liug, live sæll liver sá prestr væri,
sem á konu með lifanda kristindóm í hjartanu, reyndan
í innsta eðli lians í stríðinu við synd. Þarsem hún
nýtr trausts manns síns, getr hún fundið að við hann,
og fær ef til vill náð til þess að opna á honum augun,
þegar vit hans og þeirra, sem lionurn eru meiri, leiða
hann í gönur og teyma burt frá hjartastöð kristindóms-
ins og að útjöðrunum, til þess að hann lifi þar líf sitt í
guði. Því óttalegt er að vita til þess, þegar prestr lætr
þannig blekkjast, ekld aðeins sjálfs hans vegna, heldr
ennþá rneir vegna hjarðarinnar, sem drottinn hennar
liefir falið lionum að gæta og liann á að láta hvílast í
grœnu haglendi og leiða að hœgt rennanda vatni guðs
orða, en ekki í lir jóstrliolt og að lekabrunnum mann-
legrar vizku.
Fvrir játning þessa prests sé eg nú betr en áðr, að
góðr maðr og guðhræddr, sem lifir á sinn hátt líf í guði,
getr villzt trúarlega, án þess að vita af, þegar hann
lieillast af tíðarandanum. Þá telr hann sjálfum sér og
öðrum trú um, að um enga verulega breyting sé að rœða