Sameiningin - 01.07.1911, Qupperneq 10
138
eg fór þóttalaus, en með hrœrðu hjarta, ofanúr prédik-
unarstólnum.
„En þegar lieim kom, varð eg þó skjótt fyrir vonbrigð-
um. Eg varð sem sé óðar þess var, að rœða mín hafði
ekki fullnœgt konunni minni. Er eg spurði hana, kann-
aðist hún í hreinskilni við það. Það, sem lienni var
aðal-atriðið, vantaði. Kvöldið áðr hafði eg lesið í liús-
lestrarbók þessi orð: Til þess að frelsa heiminn varð
hinn lieilagi guðs að finna til höggs guðlegrar reiði,
pínu helvítis. Því guð lagði á liann syndir vorar allar,
og gjörði liann, sem ekki vissi af synd, að synd í vorn
stað. Lambi gnðs var fórnað til friðþægingar fyrir
synd heimsins.
„Þetta var það, sem veitti konunni minni uppbygg-
ing. 1 því hafði hún fundið aðal-þýðing föstudagsins
langa. Þetta var kristindómrinn, sem hún þekkti frá
œsku og liafði gagntekið hana. Það, sem eg hafði sett
í staðinn, var henni aðeins liálfr sannleikr 0g kraftlaus,
eíngöngu smíði skvnseminnar. Hún kannaðist elcki þar
við kraft liinnar gömlu kenningar.
„Vanalega er eg ekki hræddr við útásetningar. En
játa verð eg það, að aðfinnsla þessi olli mér sárra kvala,
af því nii varð mér allt í einu ljóst, hvílíkt djúp er á milli
eigin guðliræðslu minnar og þeirra, sem lifa í gömlu
trúnni. Eg segi með ásettu ráði guðhræðslu. Fram að
peirn tíma hafði eg ávallt barizt fyrir því, að munrinn á
gömlu og nýju trúnni væri aðeins fólginn í mismun-
andi guðfrœði: búningrinn gæti verið ólikr, en efnið væri
hið sama. Nú varð mér Ijóst, að þetta var blekking, og
að efnið var ekki lengr hið sama. Nú gat ekki framar
um guðfrœða-atriði eingöngu verið að rœða, heldr einnig
um trúar-atriði. Hjartað varð nauðsynlega að vera
með.“ *)
Þegar eg' las það, sem prestrinn segir frá um rœð-
una sína á föstudaginn langa, datt mér í hug, hvort sum-
um Islendingum, enda sumum íslenzkum guðfrœðingum,
hefði ekki fundizt það hártogun og illkvittni og vottr
*) Letrbreytingin er frá mér.
N. S. Þ.