Sameiningin - 01.07.1911, Síða 15
143
vorum. Að neita því er syndsamlegt vantraust á guði.
Með því að gjöra syndsamlega lítið úr sjálfum þér varp-
ar þfi rýrð á kærleiksríka almættisdýrð drottins.
Eg hefi nóg af guðsorðabókum heima. Gott er að
liafa guðs orð um liönd heima. Eg vil segja, að það sé
engu síðr nauðsynlegt en liitt, að fara til kirkjn. Óhugs-
anlegt er með öllu, að kristindómsástandið í nokkrum
söfnuði sé einsog það á að vera, ef guðs orð er ekki haft
um hönd á lieimilunum. Nútíðarfólk trúir þessu mjög
h'tið, en það kemr til af því, að þessi kynslóð vill sem
allra minnst með kristindóm hafa. En það er ekki rétt
að láta kristindóm lieima og kristindóm í kirkju vera
sundrleitan. Þetta tvennt er í eðli sínu innilega sam-
einað og styðr hvort annað. Sá, sem les guðs orð heima,
hefir vanalega sterka löngun til að heyra guðs orð í
kirkju. Sért þú fullkomlega einlægr með þessa ástœðu,
ætti þessi siðr þinn að vera þér sterk hvöt til að fara til
kirkju og ganga í söfnuð. Ef iðkun guðs orðs lieiina
knýr þig ekki til að gjöra þetta, er liætt við, að sá krist-
indómr sé þröngsýnn og eigingjarn, líkr kristindómi ein-
setumanna, þarsem liver þeirra um sig er eingöngu að
lrngsa um að bjarga sinni eigin sál. í því sambandi er
gott að minna á það, sem Jesús sagði: „Hver sem
hyggst að forða lífi sínu, mun týna því, en hver, sem
týnir því fyrir mína sök, mun fá því horgið.'' Horfðu
á guð, en ekki stöðugt á sjálfan þig.
Eg get ckki sókt guðsþjónustur. Þessi ástoeða er í
ýmsum liðum. Stundum eru menn svo langt frá guðs-
þjónustustað, að þeir telja það örðugt fyrir sig að sœkja.
Stöku sinnum gæti þeir komið til guðsþjónustu, «f
viljinn aðeins væri nógu sterkr. Margir íslendingar liér
í landi hafa ekki talið sér ókleift að fara einar 70 mílur
í kaupstað, og guðs orð ætti ekki að vera minna virði en
verzlunarvara.
Stundum eru ástœðurnar aðrar, ýmislegr lasleiki,
lieyrnarleysi eða því um líkt, ástœður, sem hafa töluvert
gildi í því a.ð hindra menn frá að sœkja guðsþjónustur.
En í raun og- veru ætti hver kristinn maðr að vera í
kristnum söfnuði, þó hann geti ekki sókt guðsþjónustur;