Sameiningin - 01.07.1911, Qupperneq 12
140
eða um flutning burt frá íniðstöð og aflstöð kristin-
dómsins, lieldr um form-breyting eða fata-skifti og
kristindóm kominn í œðra veldi.
Ef vér eigum ekki að blekkjast, lieldr varðveitast
óheillaðir og vera allsgáðir, verðum vér að vaka og biðja
og lifa í guði í stríði við synd, innst innvið hjarta-
rót kristindómsins. Þá skiljum vér, að annar kristin-
dómr er boðaðr, runninn af annarri rót en kristin-
dómr sá, sem lifað hefir verið á um nítján aldir, þegar
íslenzkri kristni er sagt af einum helzta kennimanni
sínum, „að boðskaprinn, sem Jesús flytr oss frá föðurn-
um á himnum, sé í allra fæstum og einföldustum orðum
þessi: Son minn! dóttir mín! gef mér lijarta þitt.“
Ósjálfrátt minnist maðr orða. spámannsins: „Þjóð
mín! leiðtogar þínir leiða þig afleiðis og villa fyrir þér
veginn“ (Esaj. 3, 12).
Kristinn maðr í kristnum söfnuði.
Eftir séra Búnólf Marteinsson.
Háttvirti utansafnaðarmaðr!
1 síðasta blaði „Sam.“ skrifaði eg þér fáeinar lín-
ur, en lauk ekki máli mínu. Yil eg því leyfa mér að
halda áfram og athuga sumt af því, sem þú hefir við
mig sagt.
Eg get farið til kirkju, þó eg sé ekki í söfnuði. Já,
vertu velkominn. Engum á að banna að koma í guðs
hús, sem ekki hindrar guðsþjónustuna, er þar fer fram.
Kaþólskar kirkjur standa opnar dag og nótt fyrir alla,
seni inn vilja koma, og í kirkjur Mótmælenda er öllum,
sem vilja, boðið að koma til guðsþjónustu. Þar sem nú
kristin kirkja bannar engum vondum mönnum og engum
vantrúuðum rnönnum að konra til guðsþjónustu, þá
bannar hún því síðr vel kristnu fólki utan safnaðar að
korna til sín. Jafnvel errn lengra en þetta rná fara og
er rétt að fara. Ekki aðeins allir utansafnaðarmenn
eru velkomnir til kristinnar guðsþjónustu, lreldr vill
kristin kirkja biðja þá að koma, og á allan leyfilegan