Litli Bergþór - 01.03.1992, Blaðsíða 4
íþróttir U. M. F. B íþróttir U. M. F. B
Ágætu Tungnamenn!
íþróttadeildin vill byrja á því að þakka fyrir frábærar móttökur við flugeldasöluna, en eins og
kunnugt er, er það aðal-fjáröflun deildarinnar. Starfsemi deildarinnar hefur verið með
hefðbundnum hætti í vetur. Sundæfinar og frjálsíþróttaæfingar einu sinni í viku undir stjórn Óla
þjálfara og einnig hafa eldri krakkarnir farið á körfuboltaæfingar út að Laugarvatni í nokkur
skipti, hjá þjálfara sem heitir Guðbrandur og er nemi í íþróttakennaraskólanum. Ólafur
Óskarsson, eða Óli þjálfari eins og við erum vön að kalla hann, er að hætta störfum hjá okkur
þarsem hann erað flytjatil Akureyrar. Þetta er mikill skaði fyrirokkur, þvíÓli er búinn að starfa
lengi hjá okkur og hefur náð alveg frábærum árangri með krakkana. Það sést kannski best
á því að 1. febrúar sl. urðu unglingarnir okkar 15-18 ára H.S.K. meistarar ífrjálsum, þriðja árið
í röð. Einnig hafa krakkarnir okkar náð íslandsmeistaratitlum, og nú síðast setti Tómas Grétar
Gunnarsson nýtt íslandsmet í stangarstökki innanhúss í flokki drengja. Hann stökk 3,91 m.
Svona árangur kemur ekki af sjálfu sér, heldur af góðri þjálfun og miklum æfingum. Því vil ég
þakka Óla fyrir mjög gott samstarf á liðnum árum.
Eins og áður er getið urðu unglingarnir 15-18 ára H.S.K. meistarar þriðja árið í röð 1. febrúar
sl., en daginn eftir fórum við með 36 keppendur til Þorlákshafnar en þar var aldursflokkamót
H.S.K.fyrir 14áraogyngri. Þarkomusttveirkeppendurfráokkuráverðlaunapall, en þaðvoru
þeir Dagur Kristoffersen á Árbakka sem náði 2. sæti í kúluvarpi stráka og Kristján Valsson á
Torfastöðum sem varð 3. í langstökki án atrennu. Héraðsmót fullorðinna var síðan á
Laugarvatni 8. febrúar. Þangað fóru tveir keppendur. Það voru þeir Róbert Einar Jensson og
Tómas Grétar Gunnarsson, en það var þar, sem Tómas náði þessum glæsilega árangri í
stangarstökkinu.
F.h. íþróttanefndar,
Áslaug Sveinbjörnsdóttir.
Unglingamót H.S.K.
haldið 1. febrúar 1992 að Laugarlandi.
Langstökk án atrennu, sveinar:
12. Egill Árni Pálsson 2,36 m
13. Ólafur Loftsson 2,25 m.
Þrístökk án atrennu, sveinar:
11. Ólafur Loftsson 6,90 m
12. Egill Árni Pálsson 6,75 m.
Hástökk sveina:
6. Egill Árni Pálsson 1,50 m
8. Ólafur Loftsson 1,35 m.
Langstökk án atrennu drengir:
1. Róbert Einar Jensson 2,89 m
3. Garðar Þorfinnsson 2,85 m.
Þrístökk án atrennu drengir:
2. Róbert Einar Jensson 8,74 m
5. Tómas G. Gunnarsson 7,77m.
Hástökk drengja:
1. Tómas G. Gunnarsson 1,85 m
2. Róbert Einar Jensson 1,80 m
4. Garðar Þorfinnsson 1,65 m.
Hástökk án atrennu drengir:
1. Róbert Einar Jensson 1,40 m
2. Tómas G. Gunnarsson 1,35 m
4. Garðar Þorfinnsson 1,35 m.
Stangarstökk drengja:
1. Tómas G. Gunnarsson 3,70 m
3. Skarphéðinn Pétursson 2,00 m.
Kúiuvarp drengja:
3. Garðar Þorfinnsson 9,99 m.
Langstökk án atrennu stúlkur:
2. Björg Ólafsdóttir 2,37 m.
Þrístökk án atrennu stúlkur:
2. Björg Ólafsdóttir 6,69 m
Hástökk stúlkur
1. Björg Ólafsdóttir 1,10 m.
Okkar keppendur og vinningshafar
á Laugarlandi.
Litli - Bergþór 4