Litli Bergþór - 01.03.1992, Blaðsíða 20
Syngjandi á Laugarvatni
Föstudaginn 17. janúar var slegið upp
æfingabúðumaðLaugarvatni. Þarvoruáferðinni
30 hressir Tungnamenn, Hilmar Örn með eldri
deildbarnakórs Reykholtsskólaogfjórarmömmur.
Dagskráin hófst með söngæfingu í Aratungu ki.
10 að morgni föstudags. Að henni lokinni var
snæddur hádegisverður að hætti Auðar og Co.
Um kl. 12.30 varsvo haldið ávit ævintýranna. Þá
voru mömmurnar mættar ásamt Bjarna bílstjóra.
Á Laugarvatni fengum við kjallara barnaskólans
til afnota, þar sem við létum fara vel um okkur.
Strax var hafist handa. Á meðan sumir voru í
raddæfingu hjá Hilmari, fóru aðrir út í gönguferðir
og leiki með mömmunum. Eftir kaffið, þegar allir
höfðu borðað nestið sitt, var - að lokinni
söngæfingu - frjáls tími til að undirbúa kvöldvöku.
Skipt var í 5 hópa og átti hver hópur að skila 2-3
atriðum. Hugmyndafluginuvargefinnlaustaumur
og börnin fóru á kostum við undirbúninginn, svo
og flutninginn seinna um kvöldið. Mömmurnar:
mamma Maggý, mamma Haddý, - Magga, - Hófý
og „mamma Hilmar" voru að sjálfsögðu boðin og
búin að aðstoða ef á þurfti að halda.
Allir ánægðir eftir skemmtilega og
vel heppnaða ferð.
Eftir undirbúninginn voru allir orðnir svangir og
„kórpylsurnar" voru vel þegnar. Að loknu
Kórpylsupartýi rann upp stóra stundin.
Kvöldvakan hófst með pompi og prakt og
skemmtiatriðin voru sannarlega fjölbreytt. Þar
voru frumflutt leikrit og eldra efni tekið og fært í
nýjan búning. Spurningakeppnir, ýmsir leikir og
sprell. Kvöldvakan endaði svo með krassandi
draugasögu. Þegar allir voru komnir í háttinn las
Hilmar fallega sögu til að kveða niður
drauginn. Að lokum sofnuðu allir
vært eftir viðburðarríkan og vel
heppnaðan dag.
Laugardagur. Á slaginu 8:30 fóru
allir á fætur og morgunverður var
framreiddur. Aðloknum morgunverði
varfarið í leiki og létta morgunleikfimi.
Þá tók alvara lífsins við og æfingar
byrjuðu af fullum krafti.
Eftir hádegisverðinn, sem börnin
nefndu „Mömmuspes" lagði
söngfólkið leið sína í
menntaskólahúsið og þar hófst
lokaæfingin.
Kl. 14.3o voru svo haldnir
lokatónleikarfyrirmömmurnar. Okkur
mömmunum þótti miðurað ekki skyldu
fleiri geta notið stundarinnar með
okkur. Eftir þessa frábæru tónleika
héldum við heim á leið, hress og kát
eftir ánægjulega og vel heppnaða
ferð.
Margrét Baldursdóttir.
✓
Iþróttafólk í Biskupstungum:
Mynd talið frá vinstri: Jóhann Haukur tók við
borðtennisviðurkenningu fyrir hönd bróður síns Unnars
Steins, Jónas Unnarsson sundmaður, Ólafur Loftsson
fékk viðurkenningu frá sunddeild H.S.K. fyrir mestu
bætinguna á milli ára. Róbert Einar Jensson
frjálsíþróttamaðurog jafnframt íþróttamaðurársins 1991,
Haukur Harðarson körfuboltamaður, Rúnar Bjarnason
fótboltamaður og Þórey Helgadóttir íþróttakona ársins
1991.
Litli - Bergþór 20