Litli Bergþór - 01.03.1992, Blaðsíða 13
Til starfa í grasrótinni frh....
kirkjukórnum, eða hvaða kórsem er. Kennsla
á hljóðfæri er líka mjög mikilvæg. Ég sé strax
að minnsta kosti einn eða tvo upprennandi
organista hér í Reykholtsskóla.
Hvað með Skálholtsstað og tónlistarstarfið
þar? Kemurþað tilað tengjast meira sveitinni
en hingað til?
Hilmar og Hófí: Já, alveg örugglega.
Barnakórinn verður með tónleika í kirkjunni og
börnin koma þannig meira inn í kirkjuna. Núna
um helgina var til dæmis hér í Skálholti
drengjakór úr Reykjavík, og krakkarnir okkar
æfðu með þeim. Eins gætu þeir fullorðnu
tekið meiri þátt í þeim námskeiðum og
tónleikum, sem haldnir eru í Skálholti. Þar má
nefna kóra- og organista námskeið Hauks
Guðlaugssonar, sem kórar allsstaðar að af
landinu sækja, nema Skálholtskórinn!
Söngdagar Jónasar hafa verið árvissir, nú
Sumartónleikarnir, heimafólk gæti tekið þátt í
þeim.
Ég treysti því líka að þegar Kristján Valur og
Margrét koma í Skálholtsskóla verði
tónlistarmálin stokkuð upp. Þá gætu til dæmis
opnast möguleikar á söngnámi og ýmislegt
fleira.
Hvað með þig Hófí. Hvernig líst þér á
framtíðina hér?
Hólmfríður: Ég hef hugsað mér að halda
áfram að vinna í leikskólanum og reyna þá að
tengja hann meira við tónlist og söng - og
kirkjuna. Það er mjög mikilvægt.
Ég hef haft mjög gaman að þessu það sem
af er. Auðvitað er líka erfitt að byrja nýtt líf á
nýjum stað, en mér líst bara vel á mig hér.
Það er orðið áliðið og búið að rabba um
ýmislegt fleira en kemst fyrir á síðum Litla-
Begga. Það er því mál að þakka fyrir
rjómavöfflurnar og allt kaffið og óska þessum
ungu og áhugasömu hjónum alls góðs og
velfarnaðar í nýjum störfum, með ósk um að
Tungnamenn megi njóta starfskrafta þeirra
sem lengst.
GS
SAMLÍMDAR
ÞAK-OG
VEGGEININGAR
FRYSTI- OG KÆLIKLEFAR
EINANGRAÐAR HURÐIR
Við hjá Yleiningu hf. framleiðum samlímdar
þak- og veggeiningar úr ýmsum efnum, t.d. timbri,
krossviði, steinull, stáli og polyureþani.
Einnig framleiðum við frysti- og kæliklefa ásamt
einangruðum hurðum.
Yleining
SKRIFSTOFA:
Ármúla 11. 108 Reykjavík. *
Sími: (91) 687230. Fax: (91) 687252. %
VERKSMIÐJA: Y- i
Reykholti, Biskupstungum, 801 Selfoss.
Sími: (98) 68700. Fax: (98) 68701.
Litli - Bergþór 13