Litli Bergþór - 01.03.1992, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - 01.03.1992, Blaðsíða 10
Til starfa í grasrótinni Viðtal við Hilmar Örn og Hólmfríði í Skálholti. Síðastliðið sumar komu í Skálholt, eftir langa dvöl í útlöndum, ungur organisti, Hilmar Örn Agnarsson og kona hans, HólmfríðurBjarnadóttir, ásamttveimursonum, GeorgKára og Andra Frey. Fréttamaður Litla Bergþórs brá sér í heimsókn til þeirra hjóna einn rigningardaginn nú f endaðan janúar, til að forvitnast svolftið um þeirra hagi - hvaðan þau séu og hverra manna eins og íslendinga er háttur. Viðtalið fór fram í lítilli stofu þeirra hjóna í Sumarbúðunum í Skálholti. Á meðan við spjölluðum var "heimilisvinurinn", lítil mús, að verki milli þilja og nagaði af mikilli eiju. Þau Hilmar og Hólmfrfður fullyrtu að hún væri músfkölsk, þegar spiluð væri góð tónlist efldist hún um allan helming og nagaði í takt við tónlistina. Jæja, hverra manna eruð þið og hvaðan eruð þið ættuð?: Hilmar: Faðir minn, Agnar Guðnason, vinnur hjá Búnaðarfélaginu í Reykjavík. Sér m.a. um bændaferðir. Reyndar var Guðni afi minn alinn upp á Mosfelli í Grímsnesi, svo segja má að ég sé ættaður héðan úr nágrenninu. Móðirmín, Fjóla Guðjónsdóttir, er ættuð frá Akranesi. Ég er víst eitthvað skyldur Páli ísólfssyni, því þegar ég sem lítill drengur tók það í mig að égvildi verðaorganisti, sögðu foreldrar mínir að það væri í lagi af því að ég væri af Páls ísólfssonar-ættinni! Því miður kann ég ekki að rekja það nákvæmlega. Hólmfríður: Ég er fædd á Patreksfirði en ólst annars upp íReykjavík. Faðirminn, Bjarni Gíslason, er ættaður frá Bíldudal, en móðir mín, Þórey Jónsdóttir, erfrá Akureyri. Þar á ég mörg móðursystkini og þegar ég var yngri var ég mikið hjá ömmu og afa á Akureyri á sumrin. Hvernig var ykkar skólagöngu háttað? Hilmar: Það merkilegaeraðvið Hólmfríður vorum skólasystkini frá 7 ára bekk og nær óslitið upp í gagnfræðaskóla! Ég fer síðan í Tónlistaskóla Reykjavíkur, Tónmennta- Litli - Bergþór 10 -------------------- kennaradeild. Þarvorumargirgóðirkennarar en Jónas Ingimundarson var aðalkennari minn. Jónas kenndi mér það, að tónlistin er göfugasta þroskabrautin. - Að þar finnur maður Ijósið. - Ég spilaði í rokkhljómsveitinni "Þeyr" á sama tíma, um 1978 - 82, og við Jónas ræddum það oft. Rokkmúsíkin hefur mikinn kraft og nær þannig til unglinganna. Það gerir kirkjutónlistin ekki, vegna þess að börnin koma svo lítið í kirkju og þau þekkja ekki kraftinn, sem býr í fallegri tónlist og flutningi góðrar tónlistar af því að þau hafa aldrei kynnst honum. Eina tónlistin sem þau heyra er rokk. En ungir krakkar eru ekkert fyrir þungarokk. Maður sér það á þeim, t. d. í skólanum, þegar ærandi "dauða-rokkið" er sett á fullt í frímínútunum, að þau eru hrædd við það. Þess vegna er svo mikilvægt fyrir börnin að þau fái tónlistaruppeldi strax í fyrstu bekkjum grunnskóla, svo þau læri að þekkja góða tónlist. Og einn daginn, þegar þau verða fullorðin, geta þau svo hlustað á tónlist, - rokk, klassík eða annað - og dæmt fyrir sig... Hilmar, Andri Freyr og Hólmfríður

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.