Litli Bergþór - 01.03.1992, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.03.1992, Blaðsíða 12
Til starfa í grasrótinni frh.... heima. Að þeim loknum fæ ég svo loka Diplom-gráðuna. Annað, sem hafði mikil áhrif á mig, var að með náminu, í 5 ár, spilaði ég sem organisti við litla kaþólska kirkju í nágrenni við heimili okkar. Ég var einn af þremur organistum, og það var eitthvað um að vera í kirkjunni allan daginn. Mikið safnaðarlíf. Þetta var því góð æfing í orgelleik og svo varfróðlegt að kynnast kaþólsku helgisiðunum. í staðinn fékk ég að æfa mig á orgelið í kirkjunni. En þú Hólmfríður, stundaðir þú eitthvert nám úti? Hólmfríður: Ég var nú mest heima. Georg var lítill þegar við fórum út og svo eignuðumst við Andra þarna úti. Aðvísu sótti ég námskeið í þýsku og tókstúdentspróf í henni. Svotókég að mér að vera leiðsögumaður í nokkrum bændaferðum og með einstaka aðra hópa. Hvernig iíkaði ykkur lífið þarna úti? Hólmfríður: Það má segja að við höfum haft frekar neikvæðar hugmyndir um Þýskaland og þjóðverja áður en við lögðum af stað, en raunin varð önnur. Við eignuðumst yndislega vini þarna úti og nutum þess að búa Sungið úr „Hvað ersvo glatt“ söngbókinni í Reykholtsskóla. Kór Menntaskólans á Laugarvatni er í heimsókn. Georg er í miðri röð barnanna sitjandi í tröppunni. í þessarri menningarborg. Gerðum mikið af því að fara í óperuna og á tónleika. Við höfðum líka meiri tíma til að sinna vinum okkar úti. Þjóðverjar eru svo skipulagðir, alltaf með dagbókina á lofti, og maður smitast af því og skipuleggur tíma sinn betur. Hvað bar til að þið sóttuð um hér í Skálholti? Hilmar: Égleitaðiaðsumarvinnueittsumarið meðan við vorum úti í Þýskalandi og fékk vinnu hér í Skálholti við að leysa organistann af. Veturinn eftir var staðan auglýst laus og það má segja að Sr. Guðmundur Óli hafi fengið mig til að sækja um. Hvernig varsvo að koma heim eftir öll þessi ár? Hilmar: Það var auðvitað heilmikið menningar"sjokk" að koma heim, frá Hamborg og öllu tónlistarlífinu þar og út á land á íslandi og finna hve mikið vantar upp á undirstöðuna ítónlistarmenntun fólksins hér heima. Svo fór auðvitað töluverður tími og orka í húsnæðismálin til að byrja með, en það virðist allt vera að komast í höfn og líkur á að við flytjum inn í nýja húsið í lok júní. Við spurðum okkur auðvitað oft sjálf hvort við ættum að flytja heim eða ekki. Það hefði sjálfsagt verið möguleiki á vinnu í Þýskalandi. Aðrir vinir okkar sögðu okkur að fara til Reykjavíkur. En við tókum samt þá ákvörðun að fara í Skálholt. Ég kann því best að vinna úti meðal fólksins, í "grasrótinni". Vil það miklu heldur en sitja einhversstaðar í fílabeinsturni, spila lærðarfúgur og bíða eftir að fólkið komi til mín. Það verður mjög spennandi að vinna hér ef vel tekst til. Að mörgu leyti erauðveldara að móta tónlistarlífið úti á landi en í Reykjavík eða stærri bæjum. Ég gef okkur 5 ár. Ef ekki er allt komið í gang þá, verð ég að endurskoða mitt starf rækilega! Hvernig hugsar þú þér uppbyggingu tónlistarlífsins hér í Tungunum? Hilmar: Þetta gerist allt í gegnum börnin. Það þarf að byrja frá grunni. Kóruppeldi er göfugasta uppeldi sem hugsast getur. Það kennirbörnunumaðvinnasaman, ogtakatillit hver til annars. Börnin hafa markmið að stefna að og læra að koma fram. Seinna, þegar þau taka við, eru þau söngvön, kunna á nótur og eiga auðvelt með að syngja í Litli - Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.