Litli Bergþór - 01.03.1992, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.03.1992, Blaðsíða 22
Umhverfis jörðina. 6. þáttur Ferðasaga í nokkrum þáttum, eftir Geirþrúði Sighvatsdóttur á Miðhúsum. ÁSTRALÍA. í síðasta pistli lauk að segja frá Asíuferð okkar, sem staðið hafði í tæpt ár. Þann 7. október 1982 flugum við Anna til Sydney, stærstu borgar Ástralíu. í Sydney hittum við Gauju aftur, og eftir viku dvöl þar, hjá stelpu sem við hittum í hálf tíma á veitingahúsi í Singapore mánuði fyrr, ákváðum við að drífa okkur af stað í atvinnuleit. Við hefðum kannski getað fundið eitthvað í Sydney, ef við hefðum reynt, en það er dýrt að lifa í stórborg, lítið um góða atvinnu og auk þess langaði okkur að sjá eitthvað meira af Ástralíu. Þar sem við vorum blankar (ég átti um $ 500 og Anna enn minna þegar við komum til landsins) og allt var dýrt í Ástralíu, matur, húsnæði, samgöngur, þá þýddi ekki annað en að vera útsjónasamur og ferðast á puttanum og gista hjá vinum eða í tjaldi. Við höfðum þó fyrir reglu að kaupa okkar eigin mat, því við vildum ekki níðast um of á gestrisni vina okkar! Við áttum mörg heimboð og ótal heimilisföng víðsvegar um Ástralíu frá fólki, sem við höfðum hitt á ferð okkar um Asíu. Það kom sérvel, sérstaklegafyrst. En fljótlega kynntumstviðþósvomörgumnýjumÁströlum, að það komst aldrei í verk að heimsækja nema brot af þeim sem við hefðum viljað. Gauja hafði verið í mánuð í Sydney áður en við komum og meðal annars heimsótt gamlan bónda, Colin Fitshardinge, sem bjó um 400 km norðvestan við Sydney. - Hann var góðkunningja Halldórs heitins Pálssonar (fyrrv. búnaðarmálastjóra), en þau Halldórog Sigríður höfðu gefið okkur nokkur heimilisföng hjá vinum sínum í Ástralíu og Nýja-Sjálandi áður en við fórum að heiman. - Við ákváðum að byrja á því að heimsækja hann og athuga hvort við gætum ekki fengið vinnu við sauðfjárrækt. Bóndi tók okkur Ijúfmannlega, keyrði okkur um nágrennið og sýndi okkur rúning og ormalyfsgjöf á næstu bæjum. Sjálfur var hann hættur að búa að mestu, en sonur hans, sem bjó á öðrum hluta jarðarinnar, tekinnvið. Þarnaerujarðirnokkru víðáttumeiri en hér á landi. Mældar í hundruðum eða þúsundum ferkílómetra. En heldurfannstokkurgróðurinnþyrrkingslegur, enda höfðu verið þurrkar þar síðustu 3-4 árin og hálfgert neyðarástand. T.d. hafði þurft að flytja nautgripi norður í Queensland í grænni haga. Marino-sauðféðvirtisthinsvegarþrífast ágætlega á rótnagaðri sinunni. Við hefðum getað dvalið þarna lengur, en okkur var ekki til setunnar boðið. Sjóðirnir léttust og enga vinnu að fá hjá bændum í þeirri sveit sökum þurrka, svo við héldum áfram næsta dag. Vorum svo heppnar að fá fljótlega far með manni, sem var að fara alla leið til Adelaide og ákváðum að fylgjast með honum. Þetta var "aðeins" um tveggja daga keyrsla í gegnum hálfgerða eyðimörk, - forsmekkurinn af Ástralíu. - Flatneskja með lágum þyrrkingslegum runnagróðri og dauðar kengúrur meðfram veginum í hundraðatali. Kengúrur valda flestum umferðarslysum í Ástralíu, vegna þess að þær stökkva fyrir bílana á nóttunni þegar þær sjá Ijósin. Allir ástralskir bílar eru þvímeðöflugarjárngrindur framaná grillinu, - kengúruvörn. í Adelaide vorum við í eina 10 daga hjá ástralanum Clint, sem ég hitti fyrst á Sri Lanka og aftur í Malaysíu. Hann var nýkominn heim eftirtveggjaáraferðalag til Evrópu ogtil baka og var líka í atvinnuleit. En Gauja var búin að fá vinnu í sláturhúsi á Nýja-Sjálandi og þurfti að drífa sig þangað, svo hún yfirgaf okkur Önnu þarna í Adelaide. Atvinnuástandið í Adelaide var hinsvegar ekki skárra en í Sydney, svo við Anna Litli - Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.