Litli Bergþór - 01.03.1992, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.03.1992, Blaðsíða 25
Umhverfis jörðina..frh. er úr rauðum sandsteini, eins og mið-Ástralía öll, en hann skiptir litum eftir veðri. í kvöldsólinni er hann eldrauður, í dumbungi grár. Innfæddir trúa því að hann búi yfir yfirnáttúrulegum krafti og þeir eiga sér helgistaði þar í myndskreyttum hellum. Það er vel hægt að trúa einhverju dularfullu um þennan stað, þegar maður sér rauðan klettinn rísa upp af flatneskjunni í kvöldsólinni. Það hafa líka margir dularfullir atburðir gerst þarna. Síðast, nokkrum mánuðum áður en við vorum þar, hvarf þar ungabarn og foreldrarnir héldu því fram að dingohundur hefði rænt barninu. Þau voru dæmd fyrir morð á barninu meðan við vorum í Ástralíu, en seinna náðuð, eftir að konan hafði setið í fangelsi í ein 7 ár. (Það varsýnd bíómynd um þennan atburð ekki alls fyrir löngu, "Móðir fyrir rétti" með Meryl Streep í aðalhlutverki). Á tjaldstæðinu þar sem við bjuggum höfðu verið sett upp skilti til að vara fólk við dingóunum, en ekki sáum við þó neinn meðan við vorum þarna. Við vorum við Ayers Rock í fjóra daga. Klifum upp á klettinn, gengum í kringum hann og fórum í dagstúr að öðrum klettamyndunum um 30 km þaðan. Sólsetur við Ayers Rock. Síðan var haldið til Alice Springs þ. 6. nóvember þar sem ég átti eftir að vinna næstu 3 mánuðina. LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA OG FASTEIGNASALA TUNGNAMENN OG AÐRIR Nýtið ykkur þjónustu í heimabyggð. SUNNLENDINGAR! Nýtið ykkur þjónustu í heimabyggð. Suðuflonai ÓLAFUR BJÖRNSSON hdl. SIGURÐUR JÓNSSON hdl. Austurvegi 38 - sími 22988 - Fax 22801 Box 122, 802 Selfoss NÝLAGNIR TEIKNINGAR VIÐHALD Jens Pétur Jóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI LAUGARÁSI BISKUPSTUNGUM V.SÍMI: 98-68984 H.SÍMI: 98-68845 Litli - Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.