Litli Bergþór - 01.03.1992, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.03.1992, Blaðsíða 26
Afrétturinn og gróðurvemd Fundur Landgræðslunnar og sveitastjómamanna ✓ í uppsveitum Arnessýsu Miðvikudaginn 5. febrúar var haldinn fundur á Flúðum með sveitarstjórnum Biskupstungnahrepps, Hrunamannahrepps, Gnúpverjahrepps, Skeiðahrepps og fulltrúum Flóamanna. Tilefnið var bréf frá Landgræðslunni sent þessum aðilum og því voru fulltrúar Landgræðslunnar og áróðursmeistarar einnig á þessum fundi. Um 25 sveitarstjórnarmenn og fulltrúar hreppanna voru á fundinum og lögðu Landgræðslumenn sig fram við að sannfæra fundarmenn um að beit á afréttinum væri til hins verra fyrir gróðurmyndun þar. Sveinn Runólfsson kynnti jafnframt þingsályktunartillögu sem samþykkt hefur verið á alþingi þess efnis að unnið verði að stöðvun jarðvegseyðingar fyrir aldamótin. Andrés Arnalds sýndi margar myndir teknar úr lofti, en var "" "" reyndar oft ekkert viss um, hvaðan myndirnar væru. Hann sýndi einnig súlurit, mikið áróðurssúlurit að mínu mati, þar sem hann sagði 20% afréttar Biskupstungnamanna gróinn en þar kom ekki fram hvort um væri að ræða allan afréttinn eða einungis það landsvæði sem getur gróið. Ekki kom fram að jöklar, vötn, hraun og fjöll (Kjalfell, Hrútfell, Bláfell) væru undanskilin í þessum útreikningi og ekki kom heldurfram, hvað landið, sem um var að ræða, er hátt yfir sjávarmáli. Sigurður H. Magnússon, frá Bryðjuholti, var með fróðlegt erindi um þær athuganir sem hann hefur gert s.l. 9 ár á gróðurfari í afrétti Hrunamanna og var góður rómur gerður að þvf, enda fræðslan mikil en áróðurinn minni. Mikil og lífleg umræða skapaðist eftir erindi Landgræðslumanna en þeirvildu ekki alveg sleppa umræðunum lausum og Sveinn blandaði sér þannig nokkrum sinnum inní umræður heimamanna til að árétta það sem sagt var og leggja mat Er ekki best hafa roilurnar uppi á jöklum svo þær skemmi ekki gróðurinn? En ég á Bláfell. Landgræðslunnar á það. Heimamenn sem þarna töluðu voru greinilega mjög kunnugir sínum afréttum, margir vanir fjallmenn til margra ára og þekkja þannig landið og afréttina mjög vel og frá mjög mörgum hliðum, í mismunandi tíðarfari. Allra rómur var að heimamenn skyldu ráða afréttunum en Landgræðslan benti á að á Alþingi væri verið að vinna að því að færa þessi mál undir Umhverfisráðuneytið og ef af því yrði, þá væri líklegt að heimamenn hefðu ekkert um afréttina að segja. Skilja mátti á hans máli að hann teldi það betri kost fyrir heimamenn að vinna að þessum málum í samstarfi við Landgræðslunna en í andstöðu við hana. Samþykkt var á fundinum að skipa samstarfsnefnd fulltrúa afréttareiganda og Landgræðslunnar um málefni afrétta uppsveita Árnessýslu og hefur Jón Karlsson verið tilnefndur sem fulltrúi Biskupstungna í nefndinni. D.K. Litli - Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.