Litli Bergþór - 01.03.1992, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.03.1992, Blaðsíða 6
Hvað segirðu til? Að þessu sinni eru sveitarfréttirnaraðallega frá vetrarbyrjun og fram á þorra. Hér hefur verið hlýtt miðað við árstíma. Nokkurn snjó gerði í byrjun nóvember en síðan hefur úrkoman oftast verið rigning. Hún hefur verið töluverð og einkum mikil undir lok mörsugs og í byrjun þorra. Snjór er horfinn af láglendi nema einstaka skafl í skurðum og klaki er lítill í jörð. Flest sauðfé var tekið á gjöf um hálfan mánuð af vetri en hrossum er víða gefið úti. Reiðhross eru þó víða á húsi, og sumir eru búnir að járna og farnir að ríða út og temja. í haust var lagður niður fjárbúskapur nema til heimanota á tveimur bæjum og á þeim þriðja var fé fækkað nærri um helming. Sóknarpresturhefursíðustuárgefiðútfjölrit er hann nefnir "Skálholtsskræðu" og styttir stundum í "Skræðu". Sú sjöunda kom út í vetrarbyrjun. Þar eru frásagnir og hugleiðingar, sem snerta kirkjur og kristnihald í Tungunum beint eða óbeint. Kjarni hennar er þó jafnan messuskrá. Þar eraðþessusinni boðaðtilrúmlega t u t t u g u k i r k j u I e g r a samkomafrá20. október til áramóta. í áttundu Skræðu er m.a. hugleiðing og frásagnir af ferjum og ferjumönnum. Boðaðar eru 25 messur og aðrar samkomur í kirkjunum frá 26. janúartil 20. apríl 1992. í byrjun aðventu var samkoma í Skálholtskirkju með hugvekjum, ræðum og söng bæði gesta og heimamanna. Fleiri samkomurvoru ájólaföstu og messuráöllum kirkjum. Jólahald var með hefðbundnum hætti með messum í kirkjunum og fjölskylduhátíðum á heimilum. Fjölsóttur dansleikur var í Aratungu að kvöldi annars jóladags. Hins vegarvarengin samkoma þar á nýársnótt. Þorrablót var haldið 8. febrúar með hefðbundunum hætti í umsjá Bræðratungusóknar. Sett hafa verið upp ný vegaskilti við nokkur vegamót. Sýna þau vegnúmerog vegalengdir til næsta þéttbýlis. Borið hefur verið ofan í reiðveg meðfram bundna slitlaginu á Biskupstungnabraut ofan frá Litla-Fljótslæk og niður undir Spóastaða- smalaskála. Enn vantar þó ræsi í læki og skurði. Hitaveita er komin frá Spóastöðum að Seli í Grímsnesi. Er það fyrsta heita vatnið sem leitt er héðan í aðrar sveitir. íYleiningu erstarfaðaf krafti. Mikil eftirspurn er eftir einingum, sem eru búnar til úr stálplötum og úretan einangrun. Nú er unnið við framleiðslu þeirra allan sólarhringinn. Upp á síðkastið hafa hinar einingarnar ekki veriðframleiddar stöðugt. Veriðer aðgangafránýrri kaffistofu fyrir starfsmenn í verksmiðjunni. Byggt hefur verið nýtt símstöðvarhús í Reykholti. Stöðin verður með þráðlausu sambandi frá Brautarholti á Skeiðum og var húsinu því valinnstaðursunnanvertviðReykholtshverfið þar sem sést suður á Skeið. Nýja stöðin er „stafræn" og ku það hafa marga kosti. A.K. Frá Þorrablóti. Litli - Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.