Litli Bergþór - 01.03.1992, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.03.1992, Blaðsíða 23
hugsuðum okkur enn til hreyfings. Nú var um tvenntaðvelja,faratil Perthávestur-ströndinni, þar sem atvinnuástandið var sennilega lítið betra, eða inn í eyðimörkina til Alice Springs eða jafnvel áfram norður til Darvin. Að ráði Clints ákváðum við að skella okkur til Alice Springs. Þarna inni ímiðju landi geristákaflega heitt og þurrt á þessum árstíma og norður í Darvin eru monsúnrigningar og kæfandi hiti. Fólk flýr því þessa staði í kringum jól, og það veldur því að vinnuveitendur eru ekki eins kræsnir á starfsfólk! Clint hafði líka unnið þarna áður og þar sem hann hafði ekki enn fengið neina fasta vinnu í Adelaide, ákvað hann daginn áður en við ætluðum af stað, að pakka og koma með okkur. Við lögðum því af stað öll þrjú á p u 11 a n u m þann 25. október. Eftir t v e g g j a - þriggja tíma bið fengum við far með trukk, semvar að faratil lítils b æ j a r , Kingoonya, sem er úti í eyðimörkinni góða dagleið frá Adelaide. Þetta hafði v e r i ð fyrrverandi járnbrautarstöð, en nú var búið að færa stöðina út að nýja þjóðveginum, og flestir íbúanna fluttirþangað. Trukkbílstjóri þessi og fjölskylda hans höfðu því keypt sex íbúðarhús þarna á 100 $ stykkið til niðurrifs. Hann bauð okkur að gista hjá þeim og um kvöldið fór hann að tala um að þau vantaði hjálparfólkvið niðurrifið. Við buðumst auðvitað strax til að hjálpa, höfðum ekkert á móti því að upplifa eyðimörkina í nokkra daga. Ég held að karlarnir hafi nú aðallega haft augastað á Clint og ekki reiknað okkur Onnu með, enda tóku þeir það fram að við myndum ekki fá borgað fyrir þetta. En næsta morgunn mættum við Anna galvaskará niðurrifssvæðið, rifum hamrana úr höndum húsbænda og heimtuðum að fá að naglhreinsaeðageraeitthvað þarft. Það er ekki að orðlengja það að við naglhreinsuðum þarna allt þetta verðmæta timbur úrtveim húsum og stöfluðum því upp í búnt. Púluðum með strákunum frá sólarupprás til sólarlags í 3 daga og höfðum undan að naglhreinsa eftir þá 6 karlmenn. Gerðum heldur betur garðinn frægan, - þeir áttu ekki orð til að "lýsa aðdáun sinni" á þessum "kjarnorku kvenmönnum". Og svo fórum við með þeim á barinn á kvöldin og drukkum bjór úr dós! Þvílíkt og annað eins! - Ástralskir karlmenn eiga því ekki að venjast að konur blandi sér í "karlaverk". Og ekki eru konurnar betri. Jafnréttisbaráttan á ennþá langt að Áströlsku landi. Kvenskörungur við niðurrif. En það endaði semsagt með því að þeir sáu að ekki var hægt að láta okkur vinna svona kauplaust, við höfðum sparað þeim heila tvo daga. Svo daginn áður en við fórum báðu þeir okkur um að þiggja 60 $ hvor. - (Clint fékk að vísu 90 $ því hann er karlmaður!) En við vorum ánægðar með þetta fyrsta kaup okkar í Ástralíu. Og ekki var aðbúnaðurinn hjá henni Margaretu, húsmóðurinni í fjölskyldunni, neitt slor. Litli - Bergþór 23 Á puttanum.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.